fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 18:25

Mynd: Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs / Julen Arabaolaza / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnajökulsþjóðgarður og Ferðamálastofa hafa þegar hafið samtal við hlutaðeigandi aðila innan ferðaþjónustunnar og stjórnsýslunnar um mögulegar úrbætur og aðgerðir vegna þess hörmulega slyss, sem varð við Breiðamerkurjökul.

Í tilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði kemur fram að Þjóðgarðurinn hefur farið þess á leit við þá ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni.

 „Vatnajökulsþjóðgarður harmar að slysið skuli hafa átt sér stað. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins. Þá vill þjóðgarðurinn þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem sinntu störfum við afar krefjandi aðstæður og öðrum sem lögðu aðgerðunum lið.“

Heimildir Vatnajökulsþjóðgarðs til að loka fyrir umferð um svæðið eru takmarkaðar. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu. 

 „Rekstraraðilar sem hafa leyfi til íshellaferða og jöklagangna innan þjóðgarðsins þurfa að vera með eigin öryggisáætlun og einnig að vera með leyfi sem ferðasali dagsferða frá Ferðamálastofu. Einnig þarf að uppfylla gildandi gæðaviðmið varðandi íshellaskoðun og gönguferðir í fjallendi við vetraraðstæður og á jöklum.“

Í tilkynningunni kemur fram að til skoðunar hefur verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum og hefur sú vinna verið unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Von er á tillögum síðar í haust.

Tilkynning frá Vatnajökulsþjóðgarði í heild sinni: 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum varð hörmulegt slys á Breiðamerkurjökli í gær, þegar ísveggur hrundi á sama tíma og ferðamenn voru þar í skipulagðri hópferð.

Vatnajökulsþjóðgarður harmar að slysið skuli hafa átt sér stað. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins. Þá vill þjóðgarðurinn þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem sinntu störfum við afar krefjandi aðstæður og öðrum sem lögðu aðgerðunum lið.

Þjóðgarðurinn hefur farið þess á leit við þá ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglu og hún veitir allar upplýsingar sem lúta að rannsókninni.

Heimildir Vatnajökulsþjóðgarðs til að loka fyrir umferð um svæðið eru takmarkaðar. Vatnajökulsþjóðgarður og Ferðamálastofa hafa þegar hafið samtal við hlutaðeigandi aðila innan ferðaþjónustunnar og stjórnsýslunnar um mögulegar úrbætur og aðgerðir vegna þessa hörmulega slyss.

Rekstraraðilar sem hafa leyfi til íshellaferða og jöklagangna innan þjóðgarðsins þurfa að vera með eigin öryggisáætlun og einnig að vera með leyfi sem ferðasali dagsferða frá Ferðamálastofu. Einnig þarf að uppfylla gildandi gæðaviðmið varðandi íshellaskoðun og gönguferðir í fjallendi við vetraraðstæður og á jöklum.

Til skoðunar hefur verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum og hefur sú vinna verið unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Von er á tillögum síðar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bein útsending – Undanrásir Íslandsmótsins í netskák

Bein útsending – Undanrásir Íslandsmótsins í netskák
Fréttir
Í gær

Enn tveggja leitað í Breiðamerkurjökli – tveir alvarlega slasaðir

Enn tveggja leitað í Breiðamerkurjökli – tveir alvarlega slasaðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp á Íslandi – Karlmenn alla jafna gerendur og fórnarlömb – Hnífur algengasta vopnið en hnefarnir einnig notaðir

Manndráp á Íslandi – Karlmenn alla jafna gerendur og fórnarlömb – Hnífur algengasta vopnið en hnefarnir einnig notaðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andlát hjóna í Neskaupstað – Karlmaður úrskurðaður í viku gæsluvarðhald

Andlát hjóna í Neskaupstað – Karlmaður úrskurðaður í viku gæsluvarðhald