fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 18:25

Mynd: Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs / Julen Arabaolaza / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnajökulsþjóðgarður og Ferðamálastofa hafa þegar hafið samtal við hlutaðeigandi aðila innan ferðaþjónustunnar og stjórnsýslunnar um mögulegar úrbætur og aðgerðir vegna þess hörmulega slyss, sem varð við Breiðamerkurjökul.

Í tilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði kemur fram að Þjóðgarðurinn hefur farið þess á leit við þá ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni.

 „Vatnajökulsþjóðgarður harmar að slysið skuli hafa átt sér stað. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins. Þá vill þjóðgarðurinn þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem sinntu störfum við afar krefjandi aðstæður og öðrum sem lögðu aðgerðunum lið.“

Heimildir Vatnajökulsþjóðgarðs til að loka fyrir umferð um svæðið eru takmarkaðar. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu. 

 „Rekstraraðilar sem hafa leyfi til íshellaferða og jöklagangna innan þjóðgarðsins þurfa að vera með eigin öryggisáætlun og einnig að vera með leyfi sem ferðasali dagsferða frá Ferðamálastofu. Einnig þarf að uppfylla gildandi gæðaviðmið varðandi íshellaskoðun og gönguferðir í fjallendi við vetraraðstæður og á jöklum.“

Í tilkynningunni kemur fram að til skoðunar hefur verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum og hefur sú vinna verið unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Von er á tillögum síðar í haust.

Tilkynning frá Vatnajökulsþjóðgarði í heild sinni: 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum varð hörmulegt slys á Breiðamerkurjökli í gær, þegar ísveggur hrundi á sama tíma og ferðamenn voru þar í skipulagðri hópferð.

Vatnajökulsþjóðgarður harmar að slysið skuli hafa átt sér stað. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins. Þá vill þjóðgarðurinn þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem sinntu störfum við afar krefjandi aðstæður og öðrum sem lögðu aðgerðunum lið.

Þjóðgarðurinn hefur farið þess á leit við þá ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglu og hún veitir allar upplýsingar sem lúta að rannsókninni.

Heimildir Vatnajökulsþjóðgarðs til að loka fyrir umferð um svæðið eru takmarkaðar. Vatnajökulsþjóðgarður og Ferðamálastofa hafa þegar hafið samtal við hlutaðeigandi aðila innan ferðaþjónustunnar og stjórnsýslunnar um mögulegar úrbætur og aðgerðir vegna þessa hörmulega slyss.

Rekstraraðilar sem hafa leyfi til íshellaferða og jöklagangna innan þjóðgarðsins þurfa að vera með eigin öryggisáætlun og einnig að vera með leyfi sem ferðasali dagsferða frá Ferðamálastofu. Einnig þarf að uppfylla gildandi gæðaviðmið varðandi íshellaskoðun og gönguferðir í fjallendi við vetraraðstæður og á jöklum.

Til skoðunar hefur verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum og hefur sú vinna verið unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Von er á tillögum síðar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“