fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 17:30

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingu Sæland þingmanni og formanni Flokks fólksins er mikið niðri fyrir í nýrri Facebook-færslu þar sem umfjöllunarefnið er hin alvarlega hnífstunguárás sem framin var á Menningarnótt. Inga segir íslenskt samfélag einfaldlega orðið sturlað og sé að molna undan vanhæfni ráðamanna.

Allir sem komu við sögu, þolendur og grunaður gerandi, í árásinni eru undir 18 ára aldri. Drengur er í haldi grunaður um að hafa stungið tvo drengi og stúlku en stúlkan er í lífshættu.

Inga segir málið dæmi um að ekki sé gripið nægilega snemma inn í þegar börn fara út af sporinu:

„Þetta er sárara en tárum taki. Sú sturlun sem ríkir orðið í samfélaginu er í takti við vanhæfni stjórnvalda til að vernda börnin okkar. Byggja þeim öryggi og grípa inní þegar þau lenda út af sporinu.Hver þekkir ekki möntruna, síbyljuna um snemmtæka íhlutun?“

Inga sendir því næst ríkisstjórninni skýr skilaboð:

„Þessir ráðherrar ættu að hafa vit á að þegja því svo sannarlega eru þeir ekki starfinu vaxnir heldur fullir af ENGU!“

Inga segir að hún sé bæði sár og reið yfir því hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi:

„Ég er sár og reið yfir því, að þurfa að horfa upp á það daglega hvernig vanhæfni þessara ráðamanna mylur niður samfélagið okkar stein fyrir stein. Allir innviðir í molum og börnunum okkar líður allt of mörgum alveg hrikalega illa. Börn sem mörg hver eiga foreldra/i sem er að glíma við fíknsjúkdóminn en fá ekki þá hjálp sem þeim er lífsnauðsynleg.“

Inga hefur að lokum skilaboð að færa vegna stúlkunnar sem eins og áður segir er í lífshættu:

„Við skulum öll senda kærleika og ást til þessarar litlu stúlku sem nú berst fyrir lífi sínu. Biðjum algóðan guð að gefa henni bata.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Var nýkominn úr hellinum þegar hrunið varð – Leit haldið áfram

Var nýkominn úr hellinum þegar hrunið varð – Leit haldið áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa verið hótað niðurlægingu ef hún myndi mæta á fleiri kóræfingar

Sagðist hafa verið hótað niðurlægingu ef hún myndi mæta á fleiri kóræfingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flokksgæðingarnar fengu veglegan bitling í Grindavíkurnefndinni – Svandís ákvað að flokksfélagi fengi 2,4 milljónir króna á mánuði

Flokksgæðingarnar fengu veglegan bitling í Grindavíkurnefndinni – Svandís ákvað að flokksfélagi fengi 2,4 milljónir króna á mánuði