fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hrædd við að fara í íshellaferð eftir slysið á Breiðamerkurjökli

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 14:30

Íshellir í Kötlujökli. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður sem staddur er á Íslandi segist vera mjög óviss og raunar hræddur við að fara í ferð um íshelli sem hann átti bókaða í dag, með fjölskyldu sinni, vegna slyssins sem varð á Breiðamerkurjökli í gær. Ferðamaðurinn segir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem hann segist hafa þegar haft samband við viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki og athugað hvort hægt sé að fá ferðina endurgreidda.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hrundi ísveggur yfir hóp ferðamanna í íshellaferð sem staddur var í gili á milli hellismynna á Breiðamerkurjökli, en sá jökull gengur niður af Vatnajökli. Einn úr hópnum er látinn, annar var fluttur á sjúkrahús og er sagður í stöðugu ástandi en tveggja er enn leitað þegar þessi orð eru rituð.

Uppfært kl 15:20: Lögreglan á Suðurlandi upplýsti rétt í þessu að komið hafi í ljós að enginn hafi í raun verið fastur undir ísfarginu. Leitinni er þar með lokið.

Sjá einnig: Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna

Rætt hefur verið um í kjölfar slyssins hvort forsvaranlegt sé öryggisins vegna að bjóða upp á íshellaferðir á þessum árstíma í stað þess að gera það eingöngu að vetri til þegar ís á jöklum ætti að vera þéttari og síður að bráðna.

Umræddur ferðamaður, sem miðað við notandanafnið er ekki ólíklegt að sé kona, setti færsluna inn í morgun svo ekki er víst á þessari stundu hvort viðkomandi hætti við en miðað við orðalagið ætti það að vera ansi líklegt.

Ferðamaðurinn segir að umrædd ferð sé í íshelli sem á ensku er kallaður Katla Ice Cave en nokkur ferðaþjónustufyrrtæki bjóða upp á ferðir í hellinn. Hellirinn er augljóslega kenndur við eldstöðina Kötlu í Mýrdalsjökli en íshellirinn mun vera í Kötlujökli sem er út frá fyrrnefnda jöklinum.

Uggandi

Í færslunni segist ferðamaðurinn vera afar uggandi yfir því að fara í ferðina og segist hafa sent ferðaþjónustufyrirtækinu tölvupóst til að spyrjast fyrir um endurgreiðslu. Ferðamaðurinn spyr aðra notendur Reddit hversu líklegt það sé að fá endurgreiðslu eftir að hafa afbókað með svo skömmum fyrirvara.

Þó nokkar athugasemdir hafa verið ritaðar við færsluna. Notandi með íslenskt notandanafn segir að Kötlujökull sé afar ólíkur Breiðamerkurjökli og á fyrrnefnda jöklinum hafi verið boðið upp á íshellaferðir að sumri til undanfarin áratug og það slysalaust. Viðkomandi virðist þekkja vel til jöklaferða og segir að í ár hafi í fyrsta sinn verið boðið upp á íshellaferðir á Breiðamerkurjökli að sumri til og aðeins nýlega hafi fyrst verið farið í ferðir á svæðinu þar sem slysið varð. Segir Íslendingurinn að alltaf þurfi að hafa varann á í jöklaferðum og best sé að bíða þar til allar staðreyndir málsins koma upp á yfirborðið.

Rök

Annar notandi segir hins vegar:

„Ég myndi aldrei fara í íshellaferð um sumar. Það er ekki hægt að sannfæra mig með neinum rökum um að það sé öruggt.“

Einn notandi segist skilja óttann en minnir á að íshellar myndist út frá viðkomandi jökli og séu aldrei stöðugir og þess vegna geti það aldrei verið fullkomlega öruggt að fara inn í einn slíkan. Fullyrðir viðkomandi einnig að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu í svo miklum vandræðum með að finna starfsmenn til að sinna leiðsögn í íshellaferðum að það hafi endað með því að óreynt fólk hafi tekið að sér slíkt störf. Viðkomandi rökstyður þó þessa fullyrðingu sína ekki og vísar heldur ekki í nein gögn henni til stuðnings.

Enn annar notandi segist skilja vel óttann sem gripið hefur ferðamanninn í kjölfar slyssins en segir það ómögulegt að fá ferð endurgreidda þegar hún er afbókuð samdægurs. Segir notandinn að ef ferðamaðurinn ákveði að fara í ferðina þá muni ferðaþjónustufyritækið gera sitt besta til að gæta fyllsta öryggis og þá enn frekar í kjölfar slyssina á Breiðamerkurjökli.

Hvort ferðamaðurinn og fjölskylda hana hættu við að fara í ferðina eða létu slag standa er ekki vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt