fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 18:52

Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit fór fram í gær og í dag við Breiðamerkurjökul eftir að tilkynning barst um að fjórir ferðamenn hefðu orðið fyrir íshruni í ferð 25 manna hóps.  Bandarískt par var fyrir utan íshellinn, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan liggur á slysadeild í Fossvogi og er ástand hennar stöðugt og hún ekki í lífshættu. 

Um 200 viðbragðsaðilar leituðu að hinum tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem ferðamennirnir gengu um. Í dag var leit hætt þegar búið var að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós kom að enginn var undir ísnum og því ljóst að misskráning og misvísandi upplýsingar voru hjá fyrirtækinu sem sá um ferðina og aðeins 23 ferðamenn í hópnum en ekki 25.

Sjá einnig: Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna

Fyrirtækið hefur starfað í áratug

Samkvæmt heimildum DV er fyrirtækið sem sá um ferðina  Ice Pic Journeys. Fyrirtækið sem er stofnað af tveimur bandarískum frumkvöðlum, Mike Reid og Ryan Newburn, árið 2014, sérhæfir sig samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu ásamt norðurljósaferðum. Bæði er boðið upp á hópferðir og einkaferðir. Fyrirtækið þjónustar önnur fyrirtæki í ferðaþjónustunni, þar á meðal Guide to Iceland. Vísir greindi fyrst frá nafni fyrirtækisins.

Um fyrirtækið segir á heimasíðu þess, að þeim Reid og Newburn, hafi fundist leiðinlegt að það væri ekki boðið upp á íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Þeir hafi því einfaldlega ákveðið að gera það með stofnun fyrirtækisins.

Ice Pic Journeys býður upp á jöklaferðir allt árið um kring, en alla jafna hafa slíkar ferðir verið bundnar við vetrartímann. Íshellaferðirnar eru gerðar út frá Jökulsárlóni og þaðan er ekið að Breiðamerkurjökli. Engin aldurstakmörk virðast vera í ferðirnar, en tekið er fram að sérstakar reglur gildi um börn í ferðum fyrirtækisins. Börn undir átján ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum og börn undir fimm ára aldri þurfa að vera í einhvers konar bakpoka með foreldrum sínum.

Ferðin kostar per mann frá 30 þúsund krónum og er vel látið af þeim meðal annars á Trip Advisor.

Sjá einnig: Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Vilja að fyrirtækið sé nafngreint og látið bera ábyrgð

Að lokinni leit má sjá marga velta því fyrir sér hver ber ábyrgðina á umfangsmikilli og kostnaðarsamri leit að einstaklingum sem ekki voru á staðnum.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er einn þeirra sem tjá sig um málið og segir hann það kæruleysi af hálfu ferðaþjónustuaðilans að hafa ekki réttar upplýsingar um fjölda ferðamannanna. 

„Mikil mildi er að fólk sem var talið fast í íshellinum á Breiðamerkurjökli var ekki þar. En hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn. Fyrir vikið var þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar en fréttir af honum hafa verið fluttar í helstu fjölmiðlum heims – og óhjákvæmilega gríðarlegur viðbúnaður hjá björgunarsveitum.  Skelfilegt auðvitað til þess að hugsa að ferðamaður hafi látist í slysinu en annar slasast illa. Þetta er ekki í lagi.“

Steingrímur Dúi Másson kvikmyndagerðarmaður, segir í athugasemd að það hafi verið rétt hjá björgunaraðilum að taka enga sénsa fyrst óvissan var til staðar en er sammála Agli með kæruleysið.

Anna Lára Friðriksdóttir, leiðsögumaður, er innilega sammála Agli: „Sem leiðsögumaður, rútu-, göngu-, fjalla- og jökla- er ég hjartanlega sammála. Fyrir utan að fyrirtækið ætti að vita töluna, þá telur leiðsögumaður alla í byrjun og stundum þess á milli. Það var í sjálfu sér dálítið fyndið þegar ferðamaður leitaði af sjálfri sé um árið: https://www.visir.is/…/tynda-konan-leitadi-ad-sjalfri-ser . Það kostaði talsvert umstang björgunarsveita í sjálfboðaleitarvinnu og fl., mig minnir við Lakagíga, en þetta sem hér gerðist er alls ekki á neitt hátt broslegt. Alls ekki í lagi.“

„Alveg ótrúlegt,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur. 

„Rukka fyrst og telja svo,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur.

Valdimar Örn Flygenring leikari vill að fólk bíði með blammeringar: „Nú finnst mér ekki rétt að við förum að hafa alls konar skoðanir á þessu, fyrr en þetta hefur verið almennilega rannsakað og skoðað.“

Lára Hrund Oddnýjardóttir Kaaber, þjónustu- og umbótastjóri Opinna kerfa, bendir á að svona vinnubrögð séu því miður ekki einsdæmi:  „Þessi kæruleysislegu vinnubrögð og svona „daredevil” viðhorf umsjónaraðila ferðarinnar eru því miður ekki einsdæmi í þessari atvinnugrein. Í þessa tilteknu ferð er auglýst að aldurstakmarkið sé 6 ára og ferðin sögð hættulaus. Svona vinnubrögð útvaldra setja svartan blett á allt frábæra fólkið sem sinnir leiðsögn ferða af kostgæfni og er með allt upp á 100.“

Vilja að fyrirtækið sé nafngreint og dregið til ábyrgðar

Ferðaþjónustuaðilinn, fyrirtækið, sem fór með hópinn í íshellinn hefur ekki verið nafngreint til þessa, en ljóst er á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfi fjölmiðla að margir vildu að fyrirtækið yrði nafngreint og dregið til ábyrgðar fyrir umfangsmikla og mannmarga leit að fólki sem aldrei var á staðnum.

„Það sem vantar í þennan, svokallaða fréttaflutning, hvað heitir þetta fyrirtæki sem selur fólki farmiða í opin dauðann og hvað heita þeir, þau, það sem græða á svona svaðilförum??? Í erlendum miðlum hefði þetta allt komið fram, hættið þessum feluleik, en hvað, svo kemur alltaf íslenska kennitöluflakkið!!“ segir einn í athugasemd við færslu Egils.

„Þetta fyrirtæki ætti að fá reikning fyrir björgunar vinnunni vegna ónákvæmni í skráningu fjölda í slíka ferð sem alltaf er hættuleg!“ segir annar.

Málið er einnig rætt í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. 

„Þetta er alveg út í hött,  að bílstjóri/ leiðsegjandi leggi í ferð án þess að vita hversu marga farþega hann er með í ferðinni, ég er búinn að starfa í þessari grein í 23 ár og þetta er það versta sem  gerist, ég ætla að vona að lögregla og björgunaraðilar geri feitan reikning á bílstjórann og eiganda fyrirtækisins!“ segir Helgi Helgason og er svarað með því að viðbragðsaðilar rukki ekki fyrir útkallið.

„Lögregla og björgunaraðilar rukka ekki fyrir slíkt. En það er spurning hvort að verði ekki kærur í kjölfarið á þessu bæði frá yfirvaldinu og viðskiptavinum.“

Einn bendir á að mögulega hafi leiðsögumaðurinn verið í áfalli. „Það er nú hugsanlegt að viðkomandi leiðsögumaður hafi verið í losti og sagt hærri tölu en var skráð og menn hafi viljað leita af sér allan grun. Önnur bendir á að eigi að síður eigi fyrirtækið að vera með fjöldann á hreinu: Ferðaskrifstofan á samt að vera með það á skrá hverjir voru í ferð hjá þeim. Hér klikkar ferðaskrifstofan algjörlega. Þessi hópur átti aldrei að fara þetta og svo hélt ferðaskrifstofan greinilega ekki utan um upplýsingar um viðskiptavini sína. Það eru oft fleiri sem skrá sig í ferðir en mæta svo ekki allir. Ég hef oft séð jökla leiðsögumenn fara með hópa og þá kannski með fólk frá mörgum mismunandi hópum og jafnvel sjálfstæða ferðamenn líka. Þetta getur valdið óreiðu og ruglingi eins og dæmin sanna. Það gerist líka að fólk yfirgefur sinn hóp til að vera með kunningjum í öðrum hópi og gera sér enga grein fyrir afleiðingu þessa.“

Þór Saari, hagfræðingur og fyrrum alþingismaður segir fjölmiðla meðvirka atvinnulífinu þar sem nafn fyrirtækisins hafi ekki enn komið fram. 

„„Ferðaþjónustufyrirtækið.“ Það hefur enn ekki komið fram um hvaða fyrirtæki er að ræða né neinar upplýsingar um starfsemi þess eða hvort það sé enn að auglýsa íshellaferðir. Þetta heitir yfirgengileg meðvirkni fjölmila með atvinnulífinu og þöggun í þess þágu er ekki til þess að bæta upplýsingaþjónustu þeirra við almenning né traust á þeim. Þetta er hryllilegt óhapp en líka yfirgengilegt klúður og fúsk af hálfu þessa nafnlausa fyrirtækis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt