fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að ráðast á unga konu við Ránna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 12:30

Árásin er sögð hafa átt sér stað við skemmtistaðinn Ránna í Reykjanesbæ. Mynd: Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt fyrirkall og ákæra yfir manni á fertugsaldri. Er maðurinn kvaddur til að koma fyrir dóm þar sem hann sætir ákæru fyrir líkamsárás með því að hafa haustið 2022 ráðist á konu á þrítugsaldri við skemmtistaðinn Ránna í Reykjanesbæ.

Í fyrirkallinu segir að maðurinn sé með ótilgreint lögheimili í Reykjanesbæ. Samkvæmt ákærunni sló hann konuna í andlitið og átti árásin sér stað við Ránna en staðsetningu er ekki lýst nánar. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut skurð á efri vör, höfuðverk, svima og fleiri einkenni sem bentu til heilahristings, verk yfir vinstri öxl og sár inn á vinstri nös.

Er þess krafist í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Af hálfu konunnar er þess að krafsist að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 2 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Þess er einnig krafist fyrir hönd konunnar að þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði en að öðrum kosti er gerð krafa um málskostnað úr hendi mannsins, konunni að skaðlausu.

Málið hefur þegar verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður tekið fyrir í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Í gær

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar