fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 14:45

Voveifleg hnífaárás átti sér stað í gærkvöldi. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka fór í hjartastopp eftir hnífstunguárás á menningarnótt. Var hún endurlífguð á staðnum.

Mbl.is greinir frá þessu.

Hjúkrunarfræðingurinn Ryan Corcuera, sem starfar á taugadeild Landspítala, átti leið fram hjá vettvangi árásarinnar, við Skúlagötu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. En þrjú ungmenni voru stungin og voru færð á bráðamóttöku Landspítalans.

Í samtali við mbl.is segist Ryan hafa séð stúlkuna, sem var á aldrinum 16 til 18 ára, liggjandi í blóði sínu á götunni. Allir hafi verið í sjokki, sumir öskrandi. Einn af þeim líklegast kærasti hennar. Nokkuð af fólki stóð í kringum stúlkuna þegar Ryan kom að og kom stúlkunni til hjálpar.

„Eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur fór hún í hjarta­stopp,“ sagði Ryan. Hún hafi verið föl og ekki geta opnað augun. „Það þurfti bara að hefja end­ur­lífg­un strax.“

Með endurlífgunaraðferðum tókst honum að endurlífga stúlkuna á tveimur eða þremur mínútum. Nokkrum mínútum eftir það mætti sjúkrabíll á staðinn. Var hún flutt á slysadeild og í aðgerð. Hún var í lífshættu.

Greint er frá því að Ryan, sem er upprunalega frá Filippseyjum, sé í áfalli eftir þetta. Hann sagðist vona að stúlkan væri á batavegi og óskar fjölskyldu hennar góðs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans