fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Alvarleg líkamsárás í miðborginni – 16 ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur var í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í gærkvöld.

Eins og fram hefur komið er hann grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálftólfleytið og var hún með mikinn viðbúnað vegna málsins. Sökum ungs aldurs verður pilturinn vistaður með viðeigandi hætti á meðan gæsluvarðhaldið varir. Ungmennin, sem urðu fyrir árásinni, voru öll flutt á slysadeild, en eitt þeirra slasaðist mjög alvarlega og er í lífshættu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.

Sjá einnig: Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana

Pilturinn sem situr í gæsluvarðhaldi og brotaþolarnir þrír eru allt Íslendingar undir átján ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri