fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ari ósáttur við partýtjald Margeirs og fleiri taka undir- „Árás á bókaorma og bókmenningu!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. ágúst 2024 10:30

Partýtjaldið er alveg ofan í verslun Ara Gísla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir ættu að vita fer fram í dag hin árlega Menningarnótt í Reykjavík. Hátíðin samanstendur af fjölda viðburða og verður sett núna klukkan 12. Viðburðirnir fara einkum fram í miðborginni en teygja þó anga sína víðar um borgina. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um skipulagið því Ari Gísli Bragason eigandi og framkvæmdastjóri fornbókaverslunarinnar Bókin-Antikvariat segir að vegna tiltekins viðburðar sé ekki annað hægt en að hafa verslunina lokaða í dag.

Ari Gísli segir frá málinu á Facebook-síðu verslunarinnar. Verslunin er staðsett í miðborginni, nánar tiltekið á Klapparstíg 25-27. Ari Gísli segir mjög miður að það þurfi að hafa verslunina lokaða í dag en hún sé annars opin á laugardögum og í dag hafi einmitt verið búið að skipuleggja dagskrá í versluninni. Af færslunni má ráða að umræddur viðburður fari fram í tjaldi beint fyrir utan verslunina og Ari Gísli segir að vegna fyrirsjánlegs hávaða frá viðburðinum sé ómögulegt að hafa verslunina opna og hvað þá hafa einhverja dagskrá í henni.

Alveg við dyrnar

Með færslunni fylgir mynd af tjaldinu en sjá má að það er búið að stilla því upp mjög nálægt dyrum verslunarinnar og því er ekki ólíklegt að mun erfiðara verði að komast þangað inn. Ari Gísli segir svo frá:

„Mér þykir leitt að bókabúðin Bókin við Klapparstíg 25-27 er lokuð í dag. Líflegir gestir fjölmenna til mín/okkar á laugardögum. En núna er mælirinn fullur og hreint ótrúlegt hvernig framkoma Icelandair, Borgarinnar og Margeir mister jóga DJ leggur undir sig pall verslunarinnar,  byrja með yfirþyrmandi hávaða kl.14 í  dag…..og við höfðum bókað upplestra í dag til kl.17……og svo er víst selt inní þetta tjald….Margeirs og partý frammá nótt….

En lifi vissulega Menningarnótt en mér og mínu fólki er algjörlega misboðið þessi frekja og algjört tillitsleysi við Bókina og fleiri rekstraraðila á svæðinu.“

„Ófyrgefanlegur glannalegur ofbeldisyfirgangur!“

Færsla Ara hefur fengið talsverð viðbrögð en einn þeirra sem leggur orð í belg er leikstjórinn og menningarrýnirinn Bryndís Loftsdóttir.

„Ófyrgefanlegur glannalegur ofbeldisyfirgangur! Menningarnótt byggðist á fjölda smárra og ókeypis viðburða í upphafi. Nú virðist eitthvað Þjóðhátíðarblæti tekið sig upp. Mjög leitt að heyra hvernig ein menningarlegasta verslun borgarinnar er leikin. Tek undir með Jóni Sæmundi, þetta er árás á bókaorma og bókmenningu,“ skrifar Bryndís.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason tekur undir orð Bryndísar og segir að hávaðasamir viðburðir séu farnir að taka yfir hátíðina.

„Málið er eins og Bryndís Loftsdóttir segir að Menningarnótt hefur verið tekin dálítið yfir af stórum og mjög hávaðasömum viðburðum sérstaklega þegar kvölda tekur. Ég held það sé dálítil öfugþróun. Væri kannski betra að setja svona viðburði, stórtónleika og annað, á 17. júní,“ skrifar Egill.

Misræmi

Á vef Menningarnætur segir um viðburðinn að hann fari fram á Klapparstíg 28, sem er hinum meginn við götuna, en eins og áður segir er verslunin á Klapparstíg 25-27 og miðað við myndina sem fylgir færslunni er búið að stilla upp tjaldi vegna viðburðarins beint fyrir framan dyr verslunarinnar. Því gætir þarna misræmis.

Í kynningu á viðburðinum fylgir merki Icelandair, sem bendir til að fyrirtækið hafi styrkt hann, og að fyrir honum fari plötusnúðurinn DJ Margeir en við sögu komi fleiri listamenn og standi viðburðurinn frá klukkan 14 til klukkan 23 í kvöld. Ekkert kemur hins vegar fram í kynningunni um að greiða þurfi aðgangseyri. Viðburðurinn ber heitið Móment á Menningarnótt og er lýst svona:

„Á Menningarnótt umbreytist Klapparstígur í undurfagra dansveröld töfra, lita og hugljómunar. Stórfenglegt augnablik sem fangar huga og hjörtu ungra sem aldinna, viðburður sem fagnar tónlist, tjáningu og tjúlluðum töktum. Taktu á loft með okkur á Menningarnótt, upplifðu kraftinn sem andartakið hefur upp á að bjóða og leyfðu þér að sleppa!“

Uppfært kl. 12:45

Í athugasemd við færslu Ara biðst DJ Margeir, sem heitir Margeir Steinar Ingólfsson, afsökunar. Afsökunarbeiðni Margeirs er svo hljóðandi:

„Sæll Ari.

Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur. Ég var, því miður, ekki í stöðu til þess að vera „hands on“ í uppsetningu þetta árið og því fór sem fór.

Það þykir mér afskaplega leiðinlegt, þar sem ég hef lagt mig fram við að halda góðu samstarfi við alla nágranna.

Ég bauð ykkur til að mynda sviðið undir bókaupplestur hér um árið, en það þarf ekki að einskorðast við það.

Það er ekki selt inn á svæðið og allir eru velkomnir og viðburðurinn hefst með fallegum jóga tíma kl. 14:30 og tónlistinni er haldið lágstemmdri fram eftir degi. Það hefur dregið fólk að svæðinu sem aðrir rekstraraðilar hafa verið mjög ánægðir með.

Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf í framtíðinni.“

– Margeir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur