fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Fréttir

Þetta er sá yngsti á hátekjulista Heimildarinnar – Rappaði um að hann þyrfti ekki að borga skatt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:15

Flosi er sá yngsti á hátekjulista Heimildarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Valgeir Jakobsson er yngsti einstaklingurinn á hátekjulista Heimildarinnar en í dag kemur út blað þar sem finna má tekjuhæstu Íslendingana árið 2023. Í leiðara ritstjórans Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur kemur fram að einstaklingar sem eiga, selja eða erfa kvóta séu fyrirferðamiklir á listanum.

Flosi var með 1,1 milljón króna í mánaðarlaun auk þess sem hann fékk 35 milljónir króna í fjármagnstekjur á liðnu ári, eða tæpar þrjár milljónir á mánuði.

Hann vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi fyrir sér í íslensku rappsenunni og vakti lag hans Hvað veist þú um það? töluverða athygli. Í því söng hann línur á borð við „Ég þarf ekki að borga skatt“ og „Er að græða fokking gróft, færi pening inn á bankabók“.

Ungur kvótaerfingi keyrir um á lúxusbifreiðum í nýju myndbandi – „Ég þarf ekki að borga skatt“

Það er ekki bara tónlistin sem á hug Flosa því hann er einnig öflugur golfari og var til dæmis valinn íþróttamaður Bolungarvíkur í fyrra.

Flosi er sonur útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar en Jakob er einn ríkasti maður landsins með rúmar 290 milljónir króna í fjármagnstekjur á árinu, samkvæmt lista Heimildarinnar. Þar að auki var hann með 2,2 milljóna króna mánaðarlaun. Jakob Valgeir er þrátt fyrir það aðeins í 76. sætinu á lista Heimildarinnar.

Í leiðara Ingibjargar kemur fram að nær allir undir þrítugu á hátekjulistanum eigi ríka foreldra. Bendir hún á að minnsta kosti átta af tíu yngstu einstaklingunum á listanum eigi foreldra sem eru tengdir sjávarútvegi þar sem arðurinn af auðlindinni rennur á milli kynslóða.

Ítarlega er fjallað um tekjuhæstu Íslendinganna í hátekjublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Úkraínumenn leita að rússneskum verkfræðingum og drepa þá – Myndband

Úkraínumenn leita að rússneskum verkfræðingum og drepa þá – Myndband
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gos er hafið á Reykjanesi

Gos er hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Ummæli Sigurðar Inga í Kastljósi vekja furðu: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu“

Ummæli Sigurðar Inga í Kastljósi vekja furðu: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu“
Fréttir
Í gær

Inga ósátt við Bjarna eftir viðtalið hjá Sölva – „Reyndi að skola af sér alla ábyrgð“

Inga ósátt við Bjarna eftir viðtalið hjá Sölva – „Reyndi að skola af sér alla ábyrgð“