fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið þriðjudagskvöld var Ármúla í Reykjavík lokað klukkan 18 vegna framkvæmda. Stóðu umræddar framkvæmdir og lokunin fram til klukkan 2 um nóttina með tilheyrandi raski og hávaða. Reykjavíkurborg staðfestir að leyfi hafi verið veitt fyrir því að loka götunni á þessum tíma en segir að framkvæmdirnar, sem snérust um malbikun götunnar, hafi ekki átt að standa jafn lengi og raunin varð en hafi tafist. Borgin hafnar fullyrðingum um að ekki hafi verið tilkynnt um framkvæmdirnar fyrir fram.

Samkvæmt heimildum DV höfðu framkvæmdirnar veruleg óþægindi í för með sér fyrir rekstur fyrirtækja í götunni ekki síst hótela. Gestir og starfsmenn eins hótels munu hafa átt í miklum erfiðleikum með að komast þó ekki lengra en frá lóð þess. Heimildarmaður DV sem starfar á einu hótelanna fullyrðir að engar tilkynningar hafi verið gefnar út um að til stæði að loka götunni. Hann lýsir yfir mikilli ónánægju með það sem og að næturró gesta hótelsins hafi verið raskað með þessum hætti.

Á myndbandi sem tekið var fyrir utan hótelið klukkan 23 um kvöldið og DV hefur undir höndum má sjá nokkrar stórvirkar vinnuvélar í notkun og í þeim er talsverður hávaði.

Skjáskot úr myndbandinu

Heimildarmaður DV segist hafa hringt á lögregluna um sama leyti og fengið þau svör að Reykjavíkurborg hefði gefið leyfi fyrir þessum framkvæmdum og því að þær stæðu frá klukkan 18 til klukkan 2 um nóttina.

Svarið við þeirri spurningu er eftirfarandi:

„Já, það var gefið leyfi til að loka götunni frá kl. 18 til kl. 02, framkvæmdum hefði átt að vera lokið fyrr, en seinkaði vegna óviðráðanlegra orsaka.“

DV spurði einnig  hvort að Reykjavíkurborg teldi þetta löglegt:

„Já, þetta var innan samþykkta og má nefna að lögregla kom á staðinn og ræddi við verkstjóra. Lögreglan taldi ekki ástæðu til að stöðva framkvæmdir.“

Ekki er vísað í neinar sérstakar samþykktir í svari borgarinnar. Í lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík er ekki minnst sérstaklega á það hversu seint fram á kvöld framkvæmdir í námunda við fyrirtæki og íbúabyggð mega standa en þó kemur fram að bannað er að raska næturró manna. Eins og áður hefur komið fram voru framkvæmdirnar meðal annars beint fyrir utan hótel í götunni og því ekki ólíklegt að næturró einhverra gesta hafi varið raskað.

Á vef Umhverfisstofnunar segir að samkvæmt reglugerð eigi að stöðva hávaðasamar framkvæmdir í seinasta lagi klukkan 21 á kvöldin á virkum dögum en þar segir þó að þetta gildi um íbúðarsvæði og samkvæmt umræddri reglugerð á slík skilgreining við um svæði þar sem einkum er íbúðarhúsnæði. Í Ármúla er aðallega atvinnustarfsemi en þó er ljóst að þar eru hótel þar sem gestir sofa á nóttunni.

Hafi verið tilkynnt fyrir fram

DV spurði Reykjavíkuborg nánar um framkvæmdirnar og hvers vegna hafi verið nauðsynlegt að þær stæðu yfir fram á nótt:

„Malbikun götunnar, vegna þess tíma sem tekur að malbika götuna og þangað til hægt er að aka á því. Það myndi þýða að ekki væri hægt að komast að fyrirtækjum og stofnunum heilan vinnudag, hefði þetta verið gert á vinnutíma. Verkinu er lokið.“

Ljóst er þó að vinnutími á hótelum er oftast ekki einskorðaður við hefðbundinn dagvinnutíma.

Eins og áður segir fullyrðir heimildarmaður DV að ekki hafi borist nein tilkynning um framkvæmdirnar fyrir fram. Reykjavíkurborg fullyrðir hins vegar hið gagnstæða:

„Já, Verkeftirlit sendir út tilkynningarpóst á viðbragðsaðila og fjölmiðla, verktaki tilkynnir íbúum, fyrirtækjum og stofnunum að minnsta kosti með uppsetningu á skiltum sem láta vita af framkvæmdinni. Þessi listi hefur þróast mikið síðustu ár og reglulega bætt við hann eftir óskum. Einnig setur verkeftirlit allar malbikunarframkvæmdir í framkvæmdasjá Reykjavíkur. Hlekkur á öll lokunarplön fylgja einnig tilkynningarpósti verkeftirlits.“

Undantekning

Borgin segir að þessum framkvæmdum sé lokið og að framkvæmdir séu aðeins leyfðar á nóttunni í undantekningartilvikum:

„Öllum framkvæmdum sem lúta þessu verkefni er lokið í Ármúla. Kvöld og næturverkefni eru undantekningar og einungis á allra erfiðustu götununum sem það er gert.“

Heimildarmaður DV taldi framkvæmdir að nóttu til svo nærri hótelum ekki hafa góð áhrif á upplifun ferðamanna sem heimsækja Ísland. DV spurði Reykjavíkurborg að lokum hvort það væri forsvaranlegt að leyfa hávaðasamar framkvæmdir og lokanir í námunda við hótel, að kvöldi til og fram á nótt, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á upplifun ferðamanna sem sækja landið heim. Svarið var eftirfarandi:

„Allir tímar sem þessi framkvæmd gæti farið fram hefði valdið truflunum og óþægindum fyrir alla starfsmenn / gesti á þessu svæði. Það var metið svo að gera þetta eftir klukkan 18 hefði í för með sér minnstu röskunina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti