fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Anna fór í veikindaleyfi 22 ára – „Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 12:30

Anna Kristjana Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri.

Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda,“

segir Anna Kristjana Helgadóttir sem fór í veikindaleyfi frá vinnu í apríl síðastliðnum. Að hennar sögn var veikindaleyfið út af af orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. „Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í alls konar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert,“ segir Anna í grein á Vísi, þar sem hún rekur samskipti sín við heilbrigðiskerfið síðustu mánuði.

Fékk greiningu mánuði síðar

Í maí var hún greind með POTS (e. postural orthostatic tachycardia syndrome), bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. 

„Ég er á tveimur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert.“

Fékk strax tíma í Reykjavík – Hefur beðið fjórar vikur eftir tíma á Akureyri

Helstu einkennin að sögn Önnu eru orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan, en hún segist að listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. 

Um miðjan júlí gafst Anna upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, og fékk strax svar og tíma viku seinna, þann 24. júlí. 

„Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan.“

Segist hún hafa farið á þriðjudag, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, og hún verið skráð inn. 

„Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar,“ segir Anna.

Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað.“

Lesa má grein Önnu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum