fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Fréttir

Anna hefur þurft að sitja undir grófum rógburði eftir að hún kærði kynferðisbrot á jazzhátíð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 11:49

Anna Gréta Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Anna Gréta Sigurðardóttir varð fyrir kynferðislegri áreitni á jazzhátíð Reykjavíkur fyrir ári síðan. Gerandinn sat þá í stjórn hátíðarinnar. Anna kærði brotið og ætlaði sér aldrei að deila sögu sinni opinberlega, en þar sem gerandi hefur farið mikinn á bak við tjöldin og sakað Önnu um fjárkúgun, sá hún sér ekki annað fært en að deila sögu sinni í von um að auka öryggi sitt sem og annarra listakvenna. Jazzhátíð Reykjavíkur hefst þann 27. ágúst en gerandi Önnu situr ekki lengur í stjórn hátíðarinnar.

Felur sig á bak við áfengisneyslu

Anna opnar sig um málið á Facebook þar sem hún segir: „Fyrir ári síðan lagði ég fram kæru á hendur manni sem sat þá í stjórn hátíðarinnar fyrir kynferðisbrot gegn mér.“
Brotið átti sér stað í eftirgleði eftir jazzhátíðina. Maðurinn snerti hana kynferðislega án nokkurs aðdraganda og án þess að nokkuð gæfi tilefni fyrir slíka snertingu. Anna upplifði í kjölfarið mikla vanlíðan en ákvað ekki að kæra brotið fyrr en hún var hvött til þess af formanni Félags íslenskra hljómlistarmanna. Umræddur maður starfað með unglingum og væri auðveldara fyrir vinnuveitendur að grípa inn ef formleg kæra væri fyrir hendi. Eins fékk Anna að heyra fleiri sögur um meiðandi hegðun mannsins í garð kvenna. Hún sá því að það væri mikilvægt að kæra brotið.

„Það eru breyttir tímar og allir dómar hjálpa til við það að skapa fordæmi. Ég vil taka það fram að hann hefur, mér vitanlega, aldrei neitað brotinu. Hann hefur í samtali við fólk sem ég þekki sagst hafa ,,skitið upp á bak” og felur sig á bakvið áfengisneyslu. Málið er enn í ferli í kerfinu,“ skrifar Anna.

Slitnaði upp úr sáttarviðræðum

Maðurinn reyndi, eftir að hann var boðaður til skýrslutöku, að fá Önnu til að draga kæruna til baka. Hann sagði málið hafa tekið verulega á andlega heilsu sína og það yrði börnum hans þungbært ef það færi fyrir dóm. Anna ákvað þá að hans undirlagi að ganga til samningaviðræðna til að kanna hvort hægt væri að sætta málið. Anna og lögmaður hennar lögðu fram kröfu um að maðurinn leitaði sér hjálpar, hvað hegðun og áfengisneyslu varðar. Eins þyrfti hann að gangast við brotinu og segja sig frá Jazzhátíð Reykjavíkur. Loks komu miskabætur til umræðu líkt og venja er í málum sem þessum.

Anna treysti þar á lögmann sinn og lögðu þær fram kröfu sem þær álitu sanngjarna í ljósi dómaframkvæmdar og eins með tilliti til þess kostnaðar sem maðurinn sæti upp með ef málið færi fyrir dóm. Líkt og venja er í viðræðum sem þessum lagði Anna fram fyrsta boð og lækkaði svo kröfuna töluvert í kjölfarið. Hún bauð loks 1,5 milljónir en maðurinn vildi aðeins greiða 300 þúsund og við það sat og viðræðunum var slitið.

Rógburðurinn varð til þess að hún tjáði sig

„Mér leið eins og að samningaviðræðurnar væru orðnar að leið fyrir hann að kaupa sér leið framhjá kerfinu, og það á afsláttarverði. Ekki nóg með að ég ætti að bera ábyrgð á hans lífi, geðheilsu og börnum, yrði það líka á mína ábyrgð að hann ætti efni á afleiðingum gjörða sinna.“

Málið er því enn í kerfinu að fara sína leið og Anna hefur enga afsökunarbeiðni fengið. Þvert á móti hefur maðurinn nú notað samningaviðræðurnar til að rægja Önnu og saka hana um fjárkúgun. Þessi rógburður varð til þess að Anna ákvað að opna sig um málið. Eins hafi maðurinn ákveðið að mæta aftur á jazzhátíðina og það þó svo að kæra sé enn í vinnslu varðandi hegðun hans í kringum sömu hátíð fyrir ári síðan.

Ógn við starfsöryggi listakvenna

„Að mínu mati ógnar nærvera hans mínu starfsöryggi og annarra listakvenna á hátíðinni, en dæmi hér hver fyrir sig, þetta er mín upplifun og skoðun.“
Anna segir að málið hafi valdið henni miklum sársauka og tekið mikið frá henni á þessu ári sem liðið er. Ekki hjálpi svo framkoma mannsins og lögmanns hans.
„Hans yfirgangur hefur speglast í hverju skrefi af þessu ferli og satt best að segja er ég skíthrædd við hverjar afleiðingarnar af því að skrifa þennan pistil verða. Mitt í öllu þessu, hefur verið dýrmætt að fá innsýn og betri skilning á því hver raunveruleikinn við það að kæra kynferðisbrot er. Þetta er krefjandi ferli og því er ekki lokið enn. Ég hef sem betur fer haft ómetanlegan stuðning frá mínum lögmanni og frábært fólk í kringum mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vendingar í máli starfsmanns Burger King sem fékk ömurlega gjöf á 27 ára starfsafmæli sínu 

Vendingar í máli starfsmanns Burger King sem fékk ömurlega gjöf á 27 ára starfsafmæli sínu 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Í sjokki eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu við Snorrabraut – „Ég hélt hreinlega að þetta yrði mitt síðasta”

Í sjokki eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu við Snorrabraut – „Ég hélt hreinlega að þetta yrði mitt síðasta”