fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ummæli Sigurðar Inga í Kastljósi vekja furðu: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 10:15

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármálaráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í Kastljósi í gærkvöldi hafi vakið athygli. Í þættinum ræddu þeir Sigurður Ingi og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en ákveðið var að halda vöxtunum óbreyttum í 9,25% í gær. Þessi ákvörðun var gagnrýnd töluvert enda fjölmörg heimili landsins farin að lengja eftir því að vextir lækki.

Sigurður Ingi sagði í þættinum, sem fjallað er um á vef RÚV, að það væri í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við eða jafnvel sækjast eftir hærri verðbólgu en aðrar þjóðir. Hann kvaðst sammála því að svo hátt vaxtastig og verðbólga gangi ekki til lengri tíma en væntingar haldi uppi verðbólgunni.

„Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“

„Þetta eru skilaboðin frá fjármálaráðherra landsins“

Þessi ummæli Sigurðar Inga hafa vakið furðu og birti Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til dæmis færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Heimili horfa upp á matarkörfuna, reikningana og greiðslubyrðina hækka mánuð eftir mánuð án þess að fá neinu um það ráðið – og þetta eru skilaboðin frá fjármálaráðherra landsins,“ sagði Jóhann Páll og bætti við að það væri ekki almenningi í landinu að kenna að ríkisstjórnin hefði klúðrað hagstjórninni, kynt undir þenslu og keyrt upp verðbólguvæntingar með ósjálfbærri ríkisfjármála- og efnahagsstefnu.

„Ríkisstjórn sem skorast undan ábyrgð sinni á stöðu efnahagsmála er ónýt og á að pakka saman,“ sagði hann.

„Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, gerði ummæli Sigurðar Inga einnig að umtalsefni á Facebook.

„Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eigum við nokkuð betra skilið? Er það ekki bara í okkar DNA? Framsókn og verðbólga, dýr lán, basl og bílavesen, örvænting um hver mánaðamót – hversu háar verða afborganirnar? Vextirnir bara eins og veðrið, utan okkar valds, nema í veðrinu kemur alltaf ný lægð – en í vöxtunum alltaf ný hæð. Er það ekki bara svona sem við erum? Og þetta sem við eigum skilið? Framsókn og verðbólga? Nei, auðvitað ekki. Krónuhagkerfið er ekki náttúrulögmál. Og það er nákvæmlega ekkert í DNA Íslendinga sem endurspeglar þann auma gjaldmiðil, sem nýtist ekki öðrum en þeim ríku sem sjálf gera sinn rekstur upp í alvöru gjaldmiðli, evru.“

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, gagnrýndi einnig Sigurð Inga og sagði: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu. Það versta við DNA-safn Íslendinga eru Framsóknargenin sem hafa staðið Íslandi fyrir þrifum um áratugi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt