fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tolli lenti í óvenjulegu atviki á dögunum: „Þetta er ekki gott“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens segir frá óvenjulegu atviki í Morgunblaðinu í dag sem henti hann á dögunum þegar hann var á ferð um Landmannaleið ásamt ljósmyndaranum Árna Sæberg.

Tolli undirbýr nú sýningu sem sækir efnivið í Kerlingarfjöll og Landmannalaugar og ákváðu hann og Árni að fara í ferð þar sem hann hugðist mála eina mynd til viðbótar.

Fóru þeir upp á hrygginn fyrir ofan Frostastaðavatn og málaði Tolli fallega mynd sem sjá má á síðum Morgunblaðsins í dag.

Þegar kom að því að halda heim á leið var myndin sett aftan í bílinn sem hristist töluvert þegar ekið var á malarveginum yfir Landmannaleið.

Eftir nokkra keyrslu ákvað Árni, sem er einn færasti ljósmyndari landsins, að stoppa til að taka mynd en þá tók hann eftir því að myndin var horfin. „Þetta er ekki gott,“ segir Tolli að Árni hafi sagt en hlerinn á bílnum hafði opnast á leiðinni og myndin fokið út.

„Eft­ir það flögraði hún vænt­an­lega yfir há­lend­inu og hef­ur ef­laust fundið stað sem við vit­um ekki hvar er,“ segir Tolli í Morgunblaðinu um þetta óvenjulega atvik.

„Á einu augna­bliki breytt­ist verkið yfir í hug­myndal­ist um for­gengi­leik­ann, hvernig allt breyt­ist og ekk­ert er á hönd fest. Ég var því fljót­ur að sætta mig við þetta. Svona er þetta bara. Við ráðum engu,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli