fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Í sjokki eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu við Snorrabraut – „Ég hélt hreinlega að þetta yrði mitt síðasta”

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 16:15

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil lögregluaðgerð átti sér stað við Snorrabraut fyrr í dag en í aðgerðinni var maður handtekinn sem tengist rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað. Í umfjöllun Mbl.is um málið kemur fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi aðstoðað kollega sína á Austurlandi við að hafa uppi á hinum grunaða sem talinn var vera kominn til höfuðborgarinnar. Það reyndist rétt mat og var bifreið mannsins veitt eftirför og hann handtekinn. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn var vopnaður við handtökuna.

Sjá einnig: Eldri hjón fundust látin í heimahúsi á Norðfirði – Einn handtekinn vegna málsins í Reykjavík

Stukku út úr ómerktum bíl með sýnileg skotvopn

Fjölmargir borgarbúar urðu varir við og urðu fyrir miklum óþægindum vegna aðgerða lögreglu. Ein af þeim er Helga Birna Gunnarsdóttir sem átti leið akandi um Snorrabraut þegar mest gekk á. Víða mátti sjá sírenur í ómerktum lögreglubílum og því ljóst að eitthvað mikið var í gangi.

Helga Birna var föst á rauðu ljósi á Snorrabraut  þegar hún varð vör við merktan lögreglubíl koma brunandi fyrir aftan sig með sírenurnar á fullu. Hún vék þá fyrir bílnum upp á gangstétt en í humátt lögreglubílsins kom hvít Tesla-bifreið sem stoppaði við hlið bifreiðar Helgu Birnu.

Út úr bifreiðinni stukku tveir menn með skammbyssur sínar vel sýnilegar sem gerði það verkum að Helgu Birnu dauðbrá. „Annar þeirra er alveg upp við rúðuna á bílnum mínum og gjóar á mig augunum með hönd á byssunni. Ég hélt hreinlega að þetta yrði mitt síðasta,” segir Helga Birna sem enn er slegin yfir upplifuninni. Mennirnir hlupu síðan framhjá bifreiðinni en skömmu síðar áttaði Helga Birna sig á því að um óeinkennisklædda lögreglumenn var að ræða.

Börn urðu vitni að atganginum

Undanfarin ár hefur reglulega kviknað umræða um aukinn vopnaburð lögreglu og segist Helga Birna telja að mikill munur hefði verið á upplifun sinni ef um merkta eða einkennisklædda lögreglumenn hefði verið að ræða.

„Ég vona að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal hér á landi.  Mér finnst að lögreglan þurfi að fara vel í gegnum verkferla og meta hvenær tilefni sé til þess að óeinkennisklæddir lögreglumenn hlaupi út úr ómerktum bílum með byssur vel sýnilegar. Það geta ekki verið eðlileg vinnubrögð nema í algjörum undantekningartilvikum,” segir Helga Birna.

Hún segir að aðrir vegfarendur hafi einnig orðið varir við atganginn, þar á meðal börn sem biðu við gangbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag