fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fréttir

Gos er hafið á Reykjanesi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 21:24

Mynd: Gylfi Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur virkjað viðbragð vegna yfirvofandi kvikuhlaups við Grindavík. Skjálftavirkni hefur aukist og þrýstingsbreytingar hafa verið í borholum.

Rýming stendur yfir í Bláa lóninu.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali að búið sé að kalla út björgunarsveitir á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og Ölfusi.

Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, náði líklega fyrstu mynd af gosinu. Horfa má á beint streymi hér.

Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt kl. 21.30 segir:

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Gos hófst kl. 21:26 en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. Einnig sáust breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum. Þyrla fer í loftið bráðlega.

Gylfi Hauksson íbúi í Grindavík tók neðangreint myndband við Íslandsbleikju

Mynd: Gylfi Hauksson

Eldgosið sést vel frá Reykjanesbæ.

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ummæli Sigurðar Inga í Kastljósi vekja furðu: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu“

Ummæli Sigurðar Inga í Kastljósi vekja furðu: „Þessi var ekki lengi að gefast upp á verkefninu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Inga ósátt við Bjarna eftir viðtalið hjá Sölva – „Reyndi að skola af sér alla ábyrgð“

Inga ósátt við Bjarna eftir viðtalið hjá Sölva – „Reyndi að skola af sér alla ábyrgð“
Fréttir
Í gær

Jón ómyrkur í máli: Bjóst við meiru frá Einari og segir borgina haga sér eins og „einhver kóngur“

Jón ómyrkur í máli: Bjóst við meiru frá Einari og segir borgina haga sér eins og „einhver kóngur“
Fréttir
Í gær

Þrír handrukkarar handteknir í gærkvöldi

Þrír handrukkarar handteknir í gærkvöldi