Veðurstofa Íslands hefur virkjað viðbragð vegna yfirvofandi kvikuhlaups við Grindavík. Skjálftavirkni hefur aukist og þrýstingsbreytingar hafa verið í borholum.
Rýming stendur yfir í Bláa lóninu.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali að búið sé að kalla út björgunarsveitir á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og Ölfusi.
Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, náði líklega fyrstu mynd af gosinu. Horfa má á beint streymi hér.
Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt kl. 21.30 segir:
Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Gos hófst kl. 21:26 en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. Einnig sáust breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum. Þyrla fer í loftið bráðlega.
Gylfi Hauksson íbúi í Grindavík tók neðangreint myndband við Íslandsbleikju
Eldgosið sést vel frá Reykjanesbæ.