fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fréttir

Enn eitt áfallið fyrir Pútín – Missti enn eina sprengjuflugvélina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 04:12

Tu-22 vél í ljósum logum á flugvelli við St Pétursborg í apríl á þessu ári. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn missti rússneski flugherinn enn eina Tu-22 sprengjuflugvélina. Hún hrapaði til jarðar á óbyggðu svæði í Irkutsk í Síberíu.

Bild segir að áhafnarmeðlimirnir fjórir hafi stokkið út í fallhlífum en einn þeirra hafi látist. Hinir þrír liggja á sjúkrahúsi. Áverkar þeirra eru mismiklir.

Talið er að tæknilegt vandamál hafi valdið því að flugvélin hrapaði. Flugið er sagt hafa verið hluti af ósköp venjulegri rútínu rússneska flughersins og að hrapið hafi ekki nein bein tengsl við stríðið í Úkraínu.

Það er auðvitað mikið áfall fyrir Vladímír Pútín, forseta, að missa flugvél af þessari tegund. Í apríl hrapaði önnur slík til jarðar í Stavropol en það voru Úkraínumenn sem skutu hana niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að ekki eigi að refsa kindum fyrir lausagönguna – Miklir áverkar á fjölda kinda eftir hundsbit

Segir að ekki eigi að refsa kindum fyrir lausagönguna – Miklir áverkar á fjölda kinda eftir hundsbit
Fréttir
Í gær

Segir magnskerðingu „lauma inn hækkunum á vöruverði án þess að það komi neins staðar fram“

Segir magnskerðingu „lauma inn hækkunum á vöruverði án þess að það komi neins staðar fram“