„Umferðin í gær hefur neytt mig til þess að taka strætó/hopp hjól framvegis. Never again. Klukkutíma að komast frá Skerjafirði í Kópavog,“ sagði Dóri á samfélagsmiðlinum X.
Ef marka má færslu hans hefur hann litla trú á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins komi til með að laga eitthvað í þessum efnum en markmið sáttmálans er meðal annars að minnka tafir.
Dóri segir að þetta sé eitthvað sem ekki er hægt að laga.
„Hvergi í heiminum hefur umferðarvandi lagast, nema hjá þeim sem gefast upp á að nota bíla og verða blautir og kaldir að eilífu,“ segir hann og bætir við að umferð sé ekki eins og lagnakerfi sem hægt er að laga.
„Virkar ekki þannig, því í hverjum bíl er ökumaður að taka asnalegar ákvarðanir. Umferðin í Reykjavík verður ekki löguð með ljósastýringu eða aðreinum eða með því að setja göngubrýr. Þetta er nýja normið og það suckar.“
Umferðin í gær hefur neytt mig til þess að taka strætó/hopp hjól framvegis. Never again. Klukkutími að komast frá Skerjafirði í Kópavog.
Og já… það er ekki hægt að laga þetta. Hvergi í heiminum hefur umferðarvandi lagast, nema hjá þeim sem gefast upp á að nota bíla og verða…
— Halldór Halldórsson (@doridna) August 22, 2024