fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Stórtónleikum í Hörpu aflýst

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 14:30

Mynd: Icelandairwaves.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þungarokkssveitarinnar Ham og rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra sem halda átti í Eldborgarsal Hörpu þann 7. nóvember næstkomandi hefur verið aflýst vegna ónógrar miðasölu.

Tónleikarnir áttu að vera hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Rætt var um mögulegar ástæður þess að tónleikunum var aflýst á samfélagsmiðlinum Reddit. Engin sérstök tilkynning var gefin út um að tónleikunum hefði verið aflýst og enga tilkynningu er að finna á heima- eða Facebooksíðu tónleikahaldarans, Senu, og ekki heldur á síðum hljómsveitanna. Þeim sem höfðu keypt miða var hins vegar tilkynnt um að ekkert yrði af tónleikunum og taka sum þeirra þátt í umræðunum á Reddit. Málshefjandi segir það mikil vonbrigði fyrir sig og vinahóp sinn að ekkert verði af tónleikunum þar sem um sé að ræða mikla aðdáendur Ham. Flestir sem taka þátt í umræðunni telja það blasa við að miðasalan hafi ekki verið nægileg.

Einhverjir telja að hátt miðaverð hafi eitthvað haft að segja um að miðasala hafi ekki verið nægileg. Um sex verðflokka var að ræða og fóru verðin eftir því hversu nálægt sviðinu sætin voru, því nær því hærra verð. Dýrustu miðarnir kostuðu 18.990 krónur en þeir ódýrustu 5.990 krónur.

Aðrir segjast telja það líklegt að það hafi ekki laðað að nægilega marga tónleikagesti að láta Sinfóníuhljómsveitina, Ham og Reykjavíkurdætur spila saman á tónleikum.

Einu sinni ekki nóg

Samkvæmt heimildum DV hitti hins vegar þetta innlegg í umræðunum á Reddit naglann á höfuðið:

„Sennilega ekki selt nógu marga miða. Þetta er dýrt batterí.“

Ljóst er að það er umfangsmikið og kostnaðarsamt að halda tónleika með heilli sinfóníuhljómsveit, rokksveit og rappsveit.

Samkvæmt heimildum DV var ekki svo langt frá því að það hefði verið uppselt á tónleikana en til að þeir gengju upp fjárhagslega var hins vegar ekki nægilegt að selja upp á eina tónleika. Salan og eftirspurnin hefði þurft að vera nægileg til að það þyrfti að blása til helst tvennra aukatónleika og ná að selja einnig alla miða á þá.

Eldborgarsalurinn í Hörpu tekur mest 1.600 manns í sæti og því ljóst að helst hefði þurft að selja 4.800 miða á þrenna tónleika, í öllum áðurnefndum verðflokkum, til að tónleikarnir kæmu nægilega vel út, fjárhagslega séð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“