fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Leiguverð á blokkaríbúð hneykslar -„Enginn með meira en hálfan heila sem myndi leigja þetta á þessu verði“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing um blokkaríbúð til leigu vakti mikla athygli og hneykslun netverja í gær. Auglýsingin var birt í Facebookhópnum Leiga og var það fyrst og fremst hátt leiguverð íbúðarinnar sem vakti hneykslun, en einnig að þrátt fyrir að í lýsingu eignarinnar segði að íbúðin hefði verið tekin í gegn fyrir fimm árum væri svo ekki að sjá.

„Fylgir þerna og kokkur með?“

„Ef hægt er að flokka geðveiki og sýna á leigusíðu á Facebook þá hélt ég að þetta sé nákvæmlega þessi auglýsing sem útskýrir hvernig hún virkar….Snillingur“

„Ok mér bókstaflega svelgdist á múslíinu mínu!!!!! 598 þúsund?“

„Flott fyrir íbúð sem var öll tekin í gegn 2019. Það er ekki einu sinni gólfefni á henni.“

Auglýsingin var svohljóðandi: 

„TIL LEIGU

Um er að ræða 136,3 fm nettó, 6 herbergja íbúð sem er björt enda íbúð með tveimur snyrtingum og stórum svölum í suður. Fjögur vel skipulögð svefnherbergi. Sér þvottahús í íbúð. Þessi íbúð er einkum hentug fyrir stóra fjölskyldu eða fólk sem vill hafa rúmgott í kring um sig. Falleg Sigvalda blokk, sem Sigvaldi teiknaði og bjó í sjálfur. Hún ber allt hans handbragð og listlega skipulögð.

Íbúðin er í vestari enda hússins, á 2. hæð og hefur útsýni yfir á Esjuna í norður, svo í vestur og inn hverfið og suður á Keili.

Forstofa með skápum og speglaveggur sem skilur af stofu og forstofu. Opin að ofan við loft og nær birtu yfir úr sofu.

Stofurnar eru þrjár. Rúmgóð borstofa og stofa sem opnast við hol og svo setustofa er við svalir. Þar er útsýni úr stórum gluggum í þrjár áttir.

Þrjú svefnherbergi eru á sér herbergjagangi og þar er sér snyrting. Vaskur og klósett.

Hjónaherbergi er með baði innaf. Þar er baðkar og sturta. Hvít innréttingar og tæki.

Sér þvottahús er inn í íbúðinni, þar er tengt fyrir þvottatæki.

Eldhús er með nýrri innréttingu, með innbyggðum ískáp, bakaraofni og uppvöskunarvél m.m. Nýtt keramik helluborð verður sett í innréttingu. Þar er gott útsýni í norður.

Stórar svalir ( 16 fm) með fram allri íbúðinni sem eru í suður. Inndregið rými við stofu.

Íbúðin var öll tekin í gegn vorið 2019. Allt nýtt í eldhúsi og íbúðin öll máluð upp. Öll gólf flotuð og sett varanlegt steinefni á gólfin og lakkað. Rafmagn yfirfarið og lagfært.

Bað yfirfarið. Skipt um inngangshurð af gangi í íbúð og sett ný hljóðeinangrandi hurð með auka brunavörn. Sett upp hengi eða hillur í herbergi. Skipt var um opnanlega glugga árið 2022. Í heildina er íbúðin vel skipulögð og hver fermeter nýtist vel og fer vel um fólk í henni.

Íbúðin verður leigð á kr. 598.000 pr. mánuð og greiðist þrír mánuðir fyrirfram með fyrsta leigumánuði. Leigusamningi verði þinglýst og skráð hjá HMS.“

Leiguverð er 598 þúsund á mánuði og íbúðin er 136,3 fm þannig að leiguverð per fm er 4.387 kr. 

„Enginn einstaklingur sem getur borgað leigu upp á 600k á mánuði fær húsaleigubætur frá HMS, ef það eru fleiri að skipta leigunni þá ertu að bjóða 4-5 einstaklingum til að deila 130 fm fyrir meira en 100k á haus. Það er ekkert næði eða neitt fyrir neinn, hræðilegar heimilisaðstæður fyrir mikinn pening. Er þetta hugsað um fjölskyldu með börn kannski ef leigan er mögulega 500þus með öllum bótum og fl. Sem er meira en lágmarkslaun eftir skatt, ef þú ert að leita af einhverjum ríkum til að leigja, þá sorru en þá þarftu að gera upp þessa íbúð og fjárfesta í henni, ekki bara mjólka desperate leigjendur,“ segir kona ein.

„Svona íbúð kostar ca. 90 milljónir. Hver er eðlileg ávöxtun af slíkri fjárhæð á ári? Væntanlega miðast leiguverð við það.“

Efast um að íbúðin hafi verið tekin í gegn – Hönnun Sigvalda horfin

Bent er á í athugasemdum að líklega hafi íbúðin ekkert verið tekin í gegn þó að svo segi í auglýsingunni og benda þrjár konur á það í athugasemdum:

„Þetta er ljót íbúð sem var svo sannarlega ekki tekin öll í gegn 2019.“

„Því miður virðist samt vera búið að rífa allt úr íbúðinni sem Sigvaldi hannaði inn í hana. Hefði farið betur að leyfa upprunalegum innréttingum að halda sér, halda þeim frekar við því að Sigvaldi var þekktur fyrir vandaðar og fallegar innréttingar.“

„Þetta er bara það svakalegasta sem ég hef séð og ekki lítur þessi íbúð vel út….öll tekin í gegn? Það hefur ekki komið einu sinni skrúfjárn inn á þessi klósett síðan 1960. Það eina sem hefur verið gert er bara að hella múr á öll gólfin og henda upp einni rúmfó eldhúsinnréttingu. Það er enginn með meira en hálfan heila sem myndi leigja þetta á þessu verði.“

Sá sem setti auglýsinguna inn starfar á fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu sem einnig rekur leigumiðlun. Vill einn netverji meina að hann vilji græða sem mest og það endurspegli leiguverðið.

„Þetta er ekki hans íbúð, sýnist hann reka leigumiðlun svo hann tekur væntanlega % af leiguupphæð og mælir með leiguupphæð miðað við markaðinn, það er hann vill græða sem mest svo fyrirtækið hans fái sem mest. Þetta hentar honum og öðrum sem reka slík fyrirtæki, þar sem þannig keyra þau leiguverðið uppp almennt og græða mest á því þegar eftirspurnin er mikil. Mér finnst þetta bara orðið siðlaust og reyndi að finna fullkomin leigjanda fyrir þessa íbúð og það er enginn í raun nema nokkrir desperate leigjendur sem munu leigja þetta saman og lifa í þessum aðstæðum og þar af leiðandi verður þetta fordæmi fyrir aðra sem eiga íbúðir með mörgum herbergjum….úfff. Finnst þetta bara fáránlegt og gerir höfuðborgarsvæðið forréttindasvæði til að búa á, á aðeins örfáum árum. Venjulegt fólk getur hvorki leigt, né keypt né fundið vinnu við hæfi á öðrum stöðum á landinu, sérðu hvert ég er að fara með þetta?

Útsýnið af svölunum

Færslan var tekin út úr hópnum, væntanlega vegna fjölda neikvæðra athugasemda, þar sem íbúðin er enn auglýst til leigu á leiguvef Mbl.is.

Íbúðin er á Háaleitisbraut 109 og er ein margra bygginga sem arkitektinn víðkunni Sigvaldi Thordarson teiknaði, en hann var afkastamikill og listfengur á stuttri starfsævi, en hann lést aðeins 52 ára að aldri árið 1964. Sigvaldi var einn af fulltrúum módernismans í íslenskri byggingalist og þekktur fyrir að nota gulan, bláan og hvítan lit á áberandi hátt í verkum sínum.

Ljóst er að margir sem skrifa athugasemdir við færsluna í leiguhópnum hafa ekki hugmynd um hver þessi Sigvaldi er eða var. 

„Þessi Sigvaldi hlýtur að hafa gullhendur.“

„Sigvaldi geturðu skellt inn sýnishorni af þínu listræna handbragði?“

„Er einhver til í að spyrja Sigvald hver sem það nú er, hvað honum finnst um þetta verð?“

„Nóg er af fólki að taka fyrir verðið en auglýsingin segir ekki einu sinni í hvaða sveitarfélagi, hvað þá götu, þessi íbúð er. Risa-auglýsing og þetta virðist vera aukaatriði. Kúl.“

Athygli vekur að einn væri til í að borga hærra leiguverð.

„Ef þið bara vissuð hver Sigvaldi er, þá mundu þið borga 950 þús á mánuði fyrir þessa íbúð.“

Mynd- og tónlistarmaðurinn Logi Höskuldsson hefur mikinn áhuga á Sigvalda og hefur sett sér það markmið að taka mynd af hverju einasta húsi sem Sigvaldi teiknaði og kortleggja þau. Myndir og umfjöllun má sjá á Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar og Írar búa sig undir óveður sem gæti orðið sögulegt: „Þetta er veður sem þarf að taka mjög alvarlega“

Bretar og Írar búa sig undir óveður sem gæti orðið sögulegt: „Þetta er veður sem þarf að taka mjög alvarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ætla að kæra Sindra til lögreglu fyrir meint brot sem gætu náð allt aftur til 2021 – Starfsfólk, listamenn og velunnarar í áfalli

Ætla að kæra Sindra til lögreglu fyrir meint brot sem gætu náð allt aftur til 2021 – Starfsfólk, listamenn og velunnarar í áfalli