fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Fréttir

Krefst þess að fá aftur ferðasjóðinn sem lögregla tók af honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 11:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi reiðufjár sem lögregla haldlagði fyrir átta mánuðum krefst þess að fá peningana til baka enda hafi ekkert ólöglegt átt sér stað við öflun þeirra og um sé að ræða ferðasjóð sem hann hafi safnað í á löngum tíma. Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur hafa úrskurðað í málinu.

Maðurinn var ásamt tveimur ferðafélögum stöðvaður í Leifsstöð en þeir voru á leið í flug til Amsterdam í Hollandi. Gerðist þetta í október 2023. Allir þrír voru með töluvert magn peninga undir höndum og sá sem hér um ræðir var með 6.000 evrur í farangri sínum, sem er andvirði rúmlega 900 þúsund íslenskra króna. Voru peningarnir haldlagðir.

Maðurinn heimilaði lögreglu rannsókn á bankagögnum sínum. Hann segir ekkert grunsamlegt hafa komið fram við þá rannsókn. Hann hafi safnað 6.000 evra ferðasjóði fyrir ferð sína til Amsterdam og ekkert ólöglegt sé að baki þessari fjáreign. Peningarnir voru hins vegar gerðir upptækir vegna gruns lögreglu um peningaþvætti og auðgun vegna brotastarfsemi.

Maðurinn segir að sé horft til rannsóknargagna virðist ekkert liggja til grundvallar gruni lögreglu og peningarnir séu hluti af launum hans og tekjum úr rekstri félags hans. Átta mánuðir séu liðnir frá haldlagningu fjármunanna en ekkert virðist hafa verið gert í rannsókn málsins eftir það. Ekkert bendi til að fjármunirnir stafi frá peningaþvætti eða brotastarfsemi. Hann segist hafa 28. maí 2024 farið fram á afhendingu peninganna. Því hafi ekki verið svarað. Lögreglu sé ekki heimilt að haldleggja peningana hans á grundvelli meints gruns sem ekki sé studdur neinum gögnum og gera svo ekkert í átta mánuði til rannsóknar. Hann hafi aldrei verið kallaður til skýrslutöku vegna málsins, aðeins verið tekin af honum stutt skýrsla við haldlagningu fjármunanna. Hann segist telja að engin lagaskilyrði séu fyrir áframhaldandi haldlagningu þeirra.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir hins vegar að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel. Hafnar hann kröfu um afhendingu peninganna og segir að þeir verði mögulega gerðir upptækir með dómi og þeir hafi sönnunargildi í sakamáli. Einnig hafi skýringar mannsins á því hvers vegna hann var með alla þessa peninga á sér í reiðufé verið margar og misvísandi og framburður hans ótrúverðugur.

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þann 13. ágúst síðastliðinn að hafna kröfu mannsins og heimila handlagningu peninganna. Þann 20. ágúst staðfesti Landsréttur þennan úrskurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Quang Le yfir meðallaunum

Tekjudagar DV: Quang Le yfir meðallaunum
Fréttir
Í gær

Frábær árangur Hafþórs í keppninni „Sterkasti maður jarðar“

Frábær árangur Hafþórs í keppninni „Sterkasti maður jarðar“
Fréttir
Í gær

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum
Fréttir
Í gær

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“