fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

„Við höf­um fengið ábend­ing­ar um að or­lofs­inn­eign hafi horfið út úr kerf­inu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Eyfjörð, formaður stéttarfélagsins Sameykis, segir að félagið hafi fengið ábendingar frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar þess efnis að þeir hafi ekki fengið greitt orlof aftur í tímann. Þetta segir Þórarinn í samtali við Morgunblaðið í dag.

Greint var frá því á dögunum að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, fái við starfslok sín 9,7 milljónir króna í orlofsuppgjör frá borginni vegna síðustu 10 ára í valdastóli auk 9,6 milljóna króna í biðlaun.

Dagur fær tæpar 10 milljónir í uppsafnaðar orlofsgreiðslur – „Óeðlilegt,“ segir oddviti minnihlutans

Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að Dagur hafi átt rétt á 240 orlofsstundum á ári þegar hann gegndi starfinu. Hann hafi ekki getað tekið fullt orlof á meðan valdatíð hans stóð og því söfnuðust stundirnar upp og voru gerðar upp við starfslok hans. Sagði borgarritari að þessi fram­kvæmd væri viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar. Á almennum markaði fyrnast hins vegar orlofsstundir iðulega og hafði Morgunblaðið eftir Hildi Björnsdóttur að hún teldi ekki um eðlilega framkvæmd að ræða.

„Við höf­um fengið ábend­ing­ar um að or­lofs­inn­eign hafi horfið út úr kerf­inu. Við erum að vinna með þær og erum rétt að hefja þá vinnu. Við erum ekki kom­in lengra en að fá staðfest­ingu okk­ar fé­lags­manna á að slíkt hafi átt sér stað og hvernig það hafi komið til,“ seg­ir Þór­ar­inn við Morgunblaðið í dag og bætir við að ekki sé ljóst hversu langan tíma sú vinna tekur.

„Ef kraf­an er fyrnd þá hef­ur hún þurrk­ast út úr launa­kerfi borg­ar­inn­ar og það get­ur tekið ein­hvern tíma að fá upp­lýs­ing­ar um það. Á þess­um tíma­punkti er kom­in upp ákveðin óvissa og við þurf­um ein­hvern tíma til að ná föstu landi und­ir fæt­ur,“ segir Þórarinn sem bætir við að nú sé komið fordæmi fyrir því að orlof fyrnist ekki hjá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“