fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fréttir

Tekjudagar DV: Ríkisforstjórarnir – Hörður tekjuhæstur en Runólfur stýrir stærsta vinnustaðnum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 09:00

Nokkrir af velllaunuðustu ríkisstarfsmönnunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæsti forstjóri ríkisfyrirtækis. Hann var með 4.051.459 krónur í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra.

Laun ríkisforstjóranna eru almennt séð ekkert í líkingu við það sem gengur og gerist hjá forstjórum stærstu fyrirtækja á einkamarkaði. Í sumum tilfellum eru þau hins vegar ekkert slor.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var með 3.122.690 krónur á mánuði á síðasta ári. Runólfur hefur stýrt þessum fjölmennasta vinnustað landsins í rúm tvö ár.

Ásgeir með 2,2, milljónir

Nokkrir ríkisforstjórar voru með meira en 2 milljónir á mánuði samkvæmt álagningarskrá. Má þar meðal annars nefna Magnús Þór Ásmundsson, forstjóra RARIK, sem var með 2.659.437 krónur og Þórhildi Ólöfu Helgadóttur, forstjóra Póstsins, með 2.310.930 krónur.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er á meðal valdamestu og mest áberandi embættismanna ríkisins. Áhrif hans og ábyrgð hafa verið sérstaklega til tals í þeim ólgusjó verðbólgu sem hefur verið undanfarin misseri. Á síðasta ári var Ásgeir með 2.198.725 krónur í mánaðarlaun.

Sjá einnig:

Tekjudagar DV:Þetta eru topparnir í viðskiptalífinu með í laun

Annar áhrifamikill embættismaður er Skúli Magnússon, Umboðsmaður alþingis. Skúli, sem gegnt hefur embættinu síðan árið 2021, var með 2.182.985 krónur í mánaðarlaun í fyrra. Nýr umboðsmaður verður brátt skipaður en Skúli tekur sæti sem dómari í Hæstarétti bráðlega.

Tveir forsetaframbjóðendur

Eins og DV greindi frá í gær voru tveir ríkisforstjórar sem fóru í forsetaframboð með mjög svipuð mánaðarlaun samkvæmt álagningarskrá. Það er Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, með 1.369.026 krónur og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, með 1.329.607 krónur.

Sjá einnig:

Tekjudagar DV:Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Algengt er að ríkisforstjórar séu með á bilinu 1,7 til 1,8 milljón á mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins var með 1.792.492 krónur á mánuði í fyrra, Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, með 1.779.692 krónur, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), með 1.723.057 krónur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), með 1.741.944 krónur, Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, með 1.720.325 krónur og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, með 1.704.272 krónur.

Forstjóri ÚTL með eina og hálfa milljón

Aðeins minna hafði forstjóri einnar umdeildustu ríkisstofnunarinnar, það er Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar (ÚTL) með 1.558.853 krónur.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, var með 1.442.095 krónur á mánuði í fyrra, Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, með 1.417.954 krónur, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, með 1.351.221 krónur og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, með 1.249.940 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Úkraínumenn taki 150 stríðsfanga á dag

Segir að Úkraínumenn taki 150 stríðsfanga á dag
Fréttir
Í gær

Segir að innrásinni í Kúrsk sé ætlað að raska jafnvæginu hjá rússnesku elítunni

Segir að innrásinni í Kúrsk sé ætlað að raska jafnvæginu hjá rússnesku elítunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franski stórleikarinn Alain Delon látinn

Franski stórleikarinn Alain Delon látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einkaviðtal við sakborning í stóra fíkniefnamálinu – „Ég veit ekki hver hirðir alla peningana en það erum ekki við“

Einkaviðtal við sakborning í stóra fíkniefnamálinu – „Ég veit ekki hver hirðir alla peningana en það erum ekki við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“