fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður um áfengisneyslu á Alþingi – „Þetta kemur mér mjög á óvart“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að viðtal Rauða borðsins á Samstöðinni við Jódísi Skúladóttur, þingkonu VG, í gær hafi vakið athygli. Sagði Jódís að henni hafi gjörsamlega ofboðið áfengisneyslan á Alþingi við þinglokin í sumar og að hún hafi rætt það sérstaklega í forsætisnefnd Alþingis þar sem hún á sæti.

Jódís er óvirkur alkóhólisti og hefur hún haldið sig frá áfengi í meira en tuttugu ár. Er hún þeirrar skoðunar að ekki eigi að rýmka frekar aðgang að áfengi í verslunum hér á landi í ljósi þess hversu skaðlegt áfengi er heilsu fólks.

Fjölmiðlamaðurinn Björn Þorláksson tók viðtalið við Jódísi og vakti það talsverðar umræður á Facebook-síðu hans í gærkvöldi þar sem fyrrverandi þingmenn lögðu meðal annars orð í belg.

Þingkona segir ofdrykkju á Alþingi hafa keyrt um þverbak

Sigurjón Þórðarson, sem sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007 og núverandi varaþingmaður Flokks fólksins, sagði til dæmis:

„Mér finnst ekki smart að taka þessa umræðu með þessum hætti eins og Jódís gerir en það liggur alveg ljóst fyrir að þessi ummæli eiga ekki við 90% þingmanna sem mæta alla daga allsgáðir í vinnuna,“ sagði hann meðal annars.

Margrét Tryggvadóttir sat á Alþingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna, á árunum 2009 til 2013.

„Sem fyrrverandi þingmaður verð ég að segja að þetta kemur mér mjög á óvart og þetta var ekki svona 2009-13. Við heyrðum hins vegar mjög skrautlegar sögur frá fyrri tíð en það fylgdi þeim yfirleitt sú skýring að drykkja í þinginu hefði lagst af að mestu eftir að sjónvarpsútsendingar byrjuðu,“ sagði Margrét.

Sara Óskarsson hefur nokkrum sinnum tekið sæti fyrir Pírata á Alþingi sem varaþingmaður. Hún tekur undir með Margréti. „Sammála að þetta hafi ekki verið vandamál á meðan að á vinnutíma stóð þegar að ég hef verið þarna. Fólk ræður alveg hvað það gerir utan vinnutíma og eftir þingfrestun,“ sagði hún og minnti á að í breska þinginu væru sjö barir, hvorki meira né minna.

Jódís sagði í viðtalinu á Samstöðinni að málið snerist ekki um hvaða tilteknu þingmenn drykkju of mikið en ástandið hefði þó lagast.

„Málið er það að við búum við samfélagslega menningu. Ég ætla ekkert að gera Alþingi Íslendinga að öðruvísi vinnustað en öðrum. Auðvitað er og það ítreka ég að mér finnst það gríðarleg óvirðing við land og þjóð og kjósendur að fólk sé að njóta áfengis á vinnutíma sínum. Okkur til varnar þá heyri ég líka að þetta hafi lagast mjög mikið að hér fyrir einhverjum áratugum hafi verið gríðarlegt fyllerí inni í þinghúsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“