fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Fréttir

Olíuleiðsla í Úkraínu veldur Ungverjum vandræðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. ágúst 2024 04:14

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið að hitabylgja hafi herjað á Ungverjaland að undanförnu og baðað landsmenn í svita en það hefur bætt á svita ráðamanna að Úkraínumenn ákváðu í júní að neita rússneska olíufyrirtækinu Lukoil um aðgang að olíuleiðslum í Úkraínu.

Með þessu lokuðu Úkraínumenn fyrir olíustreymi til Mið-Evrópu og þar með fyrir tekjulind rússneska hersins.

Þessi ákvörðun vakti litla hrifningu hjá Ungverjum og Slóvökum en löndin eru mjög háð rússneskri olíu.

Unna Sovsun, sem situr í orkumálanefnd úkraínska þingsins, sagði í samtali við Politico að nú hafi Úkraína „tekið málin í sínar hendur“. „Við höfum beðið í rúmlega tvö ár eftir að ESB og G7-ríkin grípi til alvöru refsiaðgerða gegn rússneskri olíu,“ sagði hún einnig og bætti við að það sé fáránlegt að Rússar þéni á því að flytja olíu yfir úkraínskt landsvæði og peningarnir séu síðan notaðir til að drepa Úkraínumenn. Hún benti á að Rússar hafi haft 180 milljarða dollara í tekjur af olíusölu á síðasta ári.

Þar sem Úkraínumenn hafa lokað fyrir aðgang Lukoil að Druzhba-olíuleiðslunni fá Ungverjar og Slóvakar ekki lengur olíu frá Lukoil.

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, óttast að þessi ákvörðun Úkraínumanna muni ógna orkuöryggi Ungverjalands til langs tíma litið.

Sérfræðingar spá því að þetta muni þýða himinhátt orkuverð og rafmagnsleysi fyrir Ungverja innan nokkurra vikna.

Ungverjar, sem fá 70% af olíu sinni frá Rússlandi, hafi hafið viðræður við Rússa um hvernig sé hægt að leysa þetta.

Slóvakar eru mjög háðir rússneskri olíu. Roberto Fico, forsætisráðherra landsins, telur að Úkraínumenn séu að skjóta sjálfa sig í fótinn með því að loka fyrir olíustreymið því það þýði að ekki berist næg olía til Slovnaft olíuhreinsistöðvarinnar í Slóvakíu. Það þýði að stöðin geti ekki sent olíu til Úkraínu.

Ungverjar eru nánustu bandamenn Rússa innan ESB og hafa ítrekað sett sig upp á móti því að Úkraína fái aðild að NATÓ og ESB og refsiaðgerðum gegn Rússlandi.

Robert Fico, sem er mjög hliðhollur Rússum, stöðvaði alla hernaðaraðstoð við Úkraínu degi eftir að hann tók við embætti á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá eyðileggingunni í Rimaskóla í nótt – Skólastjóri biður foreldra um að vera á varðbergi

Myndir frá eyðileggingunni í Rimaskóla í nótt – Skólastjóri biður foreldra um að vera á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur um útlendingamálin: Fólk sé hrætt við að fara í sumar verslanir „vegna þess að þar hanga einhverjir sem áreita fólk“

Sigmundur um útlendingamálin: Fólk sé hrætt við að fara í sumar verslanir „vegna þess að þar hanga einhverjir sem áreita fólk“