fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Móðir á ferðalagi með syni sínum handtekin – Grunuð um fíkniefnaflutning til landsins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2024 16:31

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem ferðaðist með 12 ára syni sínum var handtekin á Keflavíkurflugvelli í júlí grunuð um fíkniefnainnflutning. Konan var með 160 pakkningar af eiturlyfjum í meltingarvegi, meðal annars kókaín.

Mæðginin sem voru ein á ferð komu til landsins frá Spáni. 

„Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en drengurinn er í öruggum höndum barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn málsins stendur yfir og miðar vel.

Drengurinn er ekki talinn tengjast innflutningi fíkniefnanna, en í tilkynningu segir að ekki sé ólíklegt að hann hafi verið með í för til þess að villa um fyrir tollgæslu og lögreglu. 

Lögreglan segir ýmislegt reynt til að koma fíkniefnum inn í landið. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Í gær

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“