fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Fréttir

Húsvíkingar óttast að stórmerkilegt minjasafn verði rifið – „Er Helguskúr fyrir einhverjum?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 16:30

Helguskúr. Mynd: Hörður Jónasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlög frægs sjóhúss við Húsavíkurhöfn gætu ráðist eftir nokkrar vikur, en í allra síðasta lagi í nóvember næstkomandi. Helguskúr var byggður árið 1958 og er stór hluti af sögu hafnarsvæðisins á Húsavík. Þar er sjávarútvegssafn sem fjöldi gesta sækir yfir sumartímann. (Sjá frétt RÚV).

Gert er ráð fyrir því í deiliskipulagi fyrir svæðið að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Fyrsta samþykkt um það er frá árinu 1997. Í lok árs 2017  samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023, en áður yrði tekin afstaða til áframhaldandi stöðu þess. Í desember síðastliðnum ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi. Staðsetning Helguskúrs samræmdist ekki gildandi deiliskipulagi og þá hafi framkvæmdir á aðliggjandi lóð miðað við að húsið víki.

Margir Húsvíkingar eru afar ósáttir við áform um að flytja eða rífa skúrinn og fyrr á árinu var birtur stuðningslisti við varðveislu hans á island.is sem tæplega 300 manns skrifuðu undir.

Miklar umræður hafa verið um málið undanfarið í Facebook-hópnum Húsavík: Fyrr og nú.

Þar segir Heiða Kjartans:

„Helguskúr. Ég er verulega hugsi yfir því að sveitastjórn norðurþings, ætli sér að láta rífa Helguskúr. Fyrsta samþykkt um það er síðan 1997, en lítur sveitastjórn málið ekki öðrum augum núna 31 ári síðar?

Núna er miklu meira áhugi á að halda í það gamla og varðveita söguna.

Er Helguskúr fyrir einhverjum?

Efnt var til undiskrifta til að hvetja sveitastjórn til að hætta við að rífa húsið. Þar höfðu rétt um 300 manns skrifað nöfn sín, en núna er undirskriftalistinn ekki opinn lengur.

Ég bara trúi EKKI að húsvíkingar ætli sér að láta þessa sv.stjórn rífa Helguskúr. GERUM EITTHVAÐ !

Kannski finnst einhverjum að ég eigi bara að þegja þar sem ég er flutt frá Húsavík, en mér þykir bara vænt um uppeldisstöðvarnar.“

Hugrún Hugadóttir segir:

„Látið gömlu húsin í friði. Reynið frekar að gera við þau ekki eyða þeim. Þeir eru ekki svo félegir þessir nýju kassar sem spretta hér upp allt í kringum mann, nei þeir eru alger hryllingur. Förum aftur að byggja falleg hús.“

Hörður Jónasson segir í samtali við DV:

„Þarna er saga smábátaútgerðar nánast alla síðustu öld. Þetta er bara algjört safn. – Best væri að þetta væri á sama stað, það mætti kannski færa þetta einn, tvo metra frá hinu húsinu og ég trúi ekki öðru en hægt sé að sækja í einhverja framkvæmdasjóði um fornar minjar.“

Þetta er aðeins brotabrot af umræðum sem hafa verið um málið.

Viðræður standa yfir við eigendur

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, staðfestir í samtali við DV, að eigendum hússins hafi verið gefinn frestur fram í nóvember til að fjarlægja það. En viðræður standa yfir við eigendur. „Það eru í gangi viðræður við eigendurna um þeirra vilja í málinu. Sveitarfélagið er í samskiptum við lögfræðing eiganda. Það er það sem skiptir kannski öllu máli í þessu, það er hver er vilji eigendanna til málsins. Það er ekki komin niðurstaða í þessar viðræður. Það var samþykkt fyrir fimm árum síðan að það væri lokafrestur til síðustu áramóta um að rífa eða fjarlægja húsið. Það rann svo upp og þá var þeim gefinn frestur fram í nóvember. Og núna eru viðræður í gangi við eigendurna. Vonandi næst góð niðurstaða og það verður unnið með það í framhaldinu. Þetta skýrist vonandi á næstu vikum.“

Helgi Héðinsson byggði Helguskúr árið 1958. Helgi er 94 ára gamall og lifir hann. Hann er eigandi skúrsins ásamt börnum sínum. Dóttir Helga, Helga Guðrún Helgadóttir, segir að þau megi ekki ræða málið við fjölmiða. „Þetta er hjá lögmönnum og verður það áfram.“

Sveitarstjóri segir að vilji eigenda sé lykilatriði varðandi framtíð skúrsins. Málið ætti að skýrast á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill að ráðherra veiti bönkunum tiltal fyrir að setja ensku í öndvegi

Vill að ráðherra veiti bönkunum tiltal fyrir að setja ensku í öndvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þakka Guðna og Elizu á síðasta degi hans sem forseti – „Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta“

Þakka Guðna og Elizu á síðasta degi hans sem forseti – „Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaði við innbrotsþjófum í hverfinu – „Það er verið að skjóta sendiboðann í þessu máli“

Varaði við innbrotsþjófum í hverfinu – „Það er verið að skjóta sendiboðann í þessu máli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útköllum vegna veggjalúsar fjölgar verulega hér á landi: „Þetta er bara puttalingur frá helvíti“

Útköllum vegna veggjalúsar fjölgar verulega hér á landi: „Þetta er bara puttalingur frá helvíti“