fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Fréttir

Skjálftavirkni svipar mjög til virkninnar dagana fyrir síðasta eldgos – Kvikuhlaup og jafnvel eldgos gæti hafist hvenær sem er

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands gæti kvikuhlaup og jafnvel eldgos hafist hvenær sem er í Sundhnúksgígaröðinni. Aukning varð í skjálftavirkni um helgina og svipar henni nú mjög til þeirrar virkni sem átti sér stað í aðdraganda síðasta eldgoss í maí. Eins er rúmmál kvikunnar sem hefur nú safnast undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta gos.

Meira en 50 skjálftar hafa mælast frá miðnætti og í gær mældust 110 skjálftar. Um er að ræða aukningu dag frá degi en flestir skjálftarnir eru undir 1 að stærð en um helgina mældust þó tveir skjálftar yfir 2, annar þeirra skammt austan við Sýlingarfell og hinn á milli Hagafells og Sýlingarfells. Sá síðarnefndi var 2,5 að stærð sem er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu frá því að síðasta gosi lauk. Skjálftavirknin nú svipar mjög mikið til skjálftavirkninnar dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí. Því er áfram líklegt að dragi til tíðinda á Sundhnúksgígaröðinni með kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmir sérmeðferð fyrir háttsetta hjá borginni – „Það er ekki sama Jón og séra Jón“

Fordæmir sérmeðferð fyrir háttsetta hjá borginni – „Það er ekki sama Jón og séra Jón“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla hunsar fyrirmæli Umboðsmanns Alþingis – Ber skylda til að afhenda föður sjálfsvígsbréf sonar hans

Lögregla hunsar fyrirmæli Umboðsmanns Alþingis – Ber skylda til að afhenda föður sjálfsvígsbréf sonar hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fólk af íslenskum uppruna í miklum meirihluta meðal lífeyrisþega

Fólk af íslenskum uppruna í miklum meirihluta meðal lífeyrisþega