fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Fréttir

Fíkniefnaverksmiðja í Gerplustræti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 17:20

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn síðasta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn þremur mönnum.

Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa haft í vörslu sinni, á heimili eins þeirra í Gerplustræti í Mosfellsbæ, 47 kannabisplöntur, tæplega 8 kg af maríhúana og tæpt kíló af kannabislaufum.

Eru mennirnir sagðir hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar en lögregla lagði hald á efnin við leit. Lögregla gerði húsleitina þann 23. júní árið 2021 en óvíst er hve lengi þessi ræktun mannanna hafði staðið yfir.

Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Yngsti sakborningurinn í málinu er 28 ára gamall. Hinir tveir eru á fertugsaldri.

Krafist er upptöku á fíkniefnunum og miklu magni af alls konar tækjum og hlutum til fíkniefnaræktunar sem fundust við húsleit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fordæmir sérmeðferð fyrir háttsetta hjá borginni – „Það er ekki sama Jón og séra Jón“

Fordæmir sérmeðferð fyrir háttsetta hjá borginni – „Það er ekki sama Jón og séra Jón“
Fréttir
Í gær

Ofbeldispabbanum í Reykjanesbæ vísað úr landi og bannað að snúa aftur í 10 ár

Ofbeldispabbanum í Reykjanesbæ vísað úr landi og bannað að snúa aftur í 10 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá fram á tvöföldun afborgana af láni eftir vaxtabreytingu – „Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun“

Sjá fram á tvöföldun afborgana af láni eftir vaxtabreytingu – „Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp