fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Prís ný lágvöruverðsverslun opnar í dag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 11:40

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.  

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár.  Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka. Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði. Í Prís verður hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi.  

 Til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum verður allri yfirbyggingu haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt.    

,,Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,” segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.  

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum. Gengið er inn af bílastæðinu á annarri hæð, móti Smárabíói og er opið alla daga frá klukkan 10 – 19.

Heimasíða Prís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna banaslyss í Grindavík

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna banaslyss í Grindavík
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“