fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðum í Áslandinu í Hafnarfirði nú í kvöld. Sjónarvottar sáu lögreglubifreið, þrjá ómerkta bíla og sérsveitina á svæðinu. Lögreglumenn á svæðinu eru með skildi og hjálma á höfði.

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, staðfestir að sérsveitin var kölluð út til að aðstoða lögreglu en að öðru leyti svari lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir málið.

Ekki hefur náðst samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.

Uppfært: 20:32

Heimildir DV herma að umsátri lögreglu sé nú lokið og hafi karlmaður verið leiddur út úr fjölbýlishúsi í Þrastarási í járnum.

Að sögn fréttastofu RÚV var upphaflegt verkefni lögreglu að fara á vettvang til að afturkalla skotvopnaleyfi einstaklings og freista þess að fá vopn sem viðkomandi var skráður fyrir afhent. Mun vopnaeigandinn ekki hafa brugðist vel við þessari beiðni í byrjum. Þá var brugðið á að kalla samningamenn og sérsveit til aðstoðar. Eftir samtal við samningamenn gaf maðurinn sig fram og var handtekinn. Aðgerðir stóðu yfir í um tvo tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Í gær

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“