fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 07:30

Rússar skut á þetta hús í Dnipro. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá mannréttindaskrifstofu SÞ kemur fram að í júlí hafi rússneski innrásarherinn drepið 219 almenna borgara í Úkraínu og að 1.018 hafi særst. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í október 2022, eða í 20 mánuði.

Í skýrslunni segir að þessi mikli fjöldi fallinna og særðra almennra borgara sé í takt við aukið mannfall meðal þeirra síðustu mánuði en frá því í mars á þessu ári hefur fjöldinn aukist með hverjum mánuðinum.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um svívirðilega árás Rússa á marga úkraínska bæi og borgir þann 8. júlí síðastliðinn. Þá réðust þeir meðal annars á barnaspítala í Kiyv, annan spítala og margar spennistöðvar. 43 almennir borgarar, hið minnsta, létust í þessum árásum.

Í skýrslunni kemur fram að frá því að innrásin hófst í lok febrúar 2022 hafi 11.520 almennir úkraínskir borgarar fallið og 23.640 hafi særst.

Skýrsluhöfundar telja ekki útilokað að fjöldi fallinna í júlí sé meiri en fram kemur í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rowling og Musk gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér vegna ummæla um Khelif – Rannsókn saksóknara hafin

Rowling og Musk gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér vegna ummæla um Khelif – Rannsókn saksóknara hafin
Fréttir
Í gær

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Þrjóska Úlfgríms bjargaði Margréti úr eldsvoðanum í gær

Þrjóska Úlfgríms bjargaði Margréti úr eldsvoðanum í gær
Fréttir
Í gær

Auglýsing fyrir 10 fermetra herbergi í Grafarvogi vekur athygli 

Auglýsing fyrir 10 fermetra herbergi í Grafarvogi vekur athygli 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í eldsvoða

Lést í eldsvoða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sætti sig ekki við nýju klæðninguna og svalahandriðin á húsinu og fór í hart

Sætti sig ekki við nýju klæðninguna og svalahandriðin á húsinu og fór í hart
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bekkur við Bónus og notkun hans olli ágreiningi í íbúahópi miðborgarbúa – „Yndislegur maður þótt hann eigi við áfengis- og vímuefnavanda að stríða“

Bekkur við Bónus og notkun hans olli ágreiningi í íbúahópi miðborgarbúa – „Yndislegur maður þótt hann eigi við áfengis- og vímuefnavanda að stríða“