fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Óháðri úttekt á þjónustu Strætó hafnað

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 16. ágúst 2024 15:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga um að óháð úttekt verði gerð á þjónustu Strætó bs. var felld í borgarráði Reykjavíkur í gær. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna greiddu atkvæði á móti tillögunni, fulltrúi Sósíalistaflokksins sat hjá en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna.

Það var áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sem lagði tillöguna fram. Í greinargerð með tillögunni segir að lagt sé til að sérstaklega verði könnuð þjónustulund, viðmót og sveigjanleiki í garð notenda Strætó bs. samkvæmt samþykktri þjónustustefnu. Mikilvægt sé að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar félagsins og að skoðaðir verði sérstaklega þættir eins og hvort starfsfólk, þar með talið vagnstjórar þekki hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins.

Í greinargerðinni er tillagan rökstudd með því að fjölmargar kvartanir, sumar hverjar alvarlegar, berist reglulega til Strætó bs. Strætó sé með þjónustustefnu sem virðist vera meira orð á blaði en raunveruleiki, í ljósi fjölda kvartana. Markmið þjónustustefnunnar sé m.a. að skapa traust notenda, sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki og sýna viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu sem og að vera vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum. Í þessum efnum sé hins vegar pottur brotinn.

Fréttir af slæmri framkomu

Það sé þess vegna mikilvægt að óháður utanaðkomandi aðili verði fenginn til rannsaka hvers vegna Strætó  gangi svo illa að fylgja þjónustustefnunni. Reglulega berist fréttir af slæmri framkomu Strætó gagnvart farþegum og vísað er í nýlegt dæmi um að 10 ára stúlku hafi verið vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist að tilefnislausu. Engar skýringar hafi enn verið gefnar á atvikinu.

Líklega er Kolbrún að vísa í mál sem kom upp fyrr í sumar þegar 10 ára stúlku var vísað úr Strætó en engin sérstök ástæða virtist liggja þar að baki en móðir stúlkunnar sagði í samtali við Vísi að hún teldi ekki ólíklegt að húðlitur dóttur hennar hafi eitthvað haft með það að gera.

Eins og áður segir var þessari tillögu um óháða úttekt á þjónustu Strætó hafnað. Fulltrúar meirihlutans rökstuddu synjun sína ekki sérstaklega í bókun og eini fulltrúinn á fundinum sem lagði fram bókun vegna málsins var áðurnefnd Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Um að tillagan hafi verið felld segir Kolbrún meðal annars í bókun sinni:

„Það er miður því vandi Strætó bs. er umtalsverður og sífellt eru að koma fram í dagsljósið mál, kvartanir sem ekki virðist vera tekið á hjá Strætó. Strætó hefur þjónustustefnu en samt virðist skorta verulega upp á þjónustulund, jákvætt viðmót og sveigjanleika í garð notenda Strætó bs. Mikilvægt er að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar fyrirtækisins. Þegar vandi sem þessi er rótgróinn hlýtur að þurfa að skoða stjórnun fyrirtækisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka