fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Lögregla hunsar fyrirmæli Umboðsmanns Alþingis – Ber skylda til að afhenda föður sjálfsvígsbréf sonar hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. ágúst 2024 10:30

Tómas Ingvason. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umboðsmaður veitti lögreglunni frest til gærdagsins að senda svar við fyrirspurn hans. Engin svör hafa borist enn. Verði frekari tafir á að lögreglan bregðist við fyrirspurn umboðsmanns mun hún verða ítrekuð,“ segir í tölvupósti frá Umboðsmanni Alþingis til syrgjandi föður, Tómasar Ingvasonar. Lögregla hefur neitað að af henda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans, sem lést á Litla-Hrauni í maímánuði, og hefur hunsað fyrirspurnir Umboðsmanns Alþingis um málið.

Sjá einnig: Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Forsaga málsins er sú að sonur Tómasar, Ingvi Hrafn Jónsson, lést á Litla-Hrauni í byrjun maí. Tók hann eigið líf. Ingvi, sem var tæplega 32 ára gamall, hafði afplánað drjúgan hluta af fangesisrefsingu sinni og var kominn í opið úrræði á áfangaheimili Verndar. En hann var síðan handtekinn vegna kæru og stungið inn á Litla-Hraun.

„Sérsveitin handtók hann inni á Vernd vegna kæru fyrir alvarlegt brot. En nú vil ég fá að vita hvaða sönnunargagna hafði verið aflað, voru forsendur fyrir þessum harkalegu aðgerðum? Ég veit að þessi handtaka var honum mikið áfall. Þetta þurfum við að fá allt upp á borðið,“ sagði Tómas í viðtali við DV þann 6. maí.

Sjá einnig: Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Undanfarna mánuði hefur Tómas barist fyrir því að fá afhent bréf sem Ingvi Hrafn skrifaði og skildi eftir sig. Tómas segir að mörgum alvarlegum spurningum sé ósvarað varðandi andlátið, meðal annars hvers vegna svo mikilli hörku var beitt við handtökuna á Vernd. Sonur hans hafi grátbeðið um hjálp en verið sagt að hann fengi ekki sálgæslu fyrr en eftir helgina sem hann var handtekinn. Það hafi verið of seint því að Ingvi Hrafn tók eigið líf. Ingvi Hrafn glímdi við andlega erfiðleika.

Lögregla hunsar bréf Umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingi sendi Lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem krafist var skýringa á því að Tómasi hafi verið meinað um að fá afhent sjálfsvígsbréfið. Gaf Umboðsmaður lögreglunni frest til 12. ágúst til að svara.

Þann 13. ágúst fékk Tómas síðan póst frá Umboðsmanni þess efnis að lögregla hefði ekki svarað fyrirspurninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sektað fyrir duldar auglýsingar á nikótínvörum á FM957

Sektað fyrir duldar auglýsingar á nikótínvörum á FM957
Fréttir
Í gær

Dagur fær tæpar 10 milljónir í uppsafnaðar orlofsgreiðslur – „Óeðlilegt,“ segir oddviti minnihlutans

Dagur fær tæpar 10 milljónir í uppsafnaðar orlofsgreiðslur – „Óeðlilegt,“ segir oddviti minnihlutans