fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Lá við stórslysi á hringveginum

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 16. ágúst 2024 14:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður segir farir sínar ekki sléttar af akstri á hringveginum í gær. Miðað við lýsingarnar virðist naumlega hafa tekist að forða því að mjög alvarlegt slys yrði vegna gáleysis annars ökumanns, sem ekki er ólíklegt að hafi einnig verið ferðamaður.

Ferðamaðurinn greinir frá málinu í nafnlausri færslu á spjallþræðinum VisitingIceland á samfélagsmiðlinum Reddit. Viðkomandi segist hafa verið að aka eftir hringveginum í bíl ásamt fleiri aðilum, nefnir ekki nákvæma staðsetningu en segir þó að leiðin hafi legið í vesturátt. Ferðamaðurinn segir svo frá:

„Við vorum á leiðinni í vestur. Einhverjir sem voru á bíl á leið í austur höfðu að nokkru leyti ekið út í kant. Um leið og við ókum framhjá þeim opnuðu þau dyr á bílnum og sköguðu þær út í umferðina. Annar bíll sem var líka á leið í austur var á leið fram úr þeim en þegar ökumaður hans sá opnu hurðina sveigði hann snögglega yfir á okkar akrein. Við þurftum þá að sveigja frá til að forðast árekstur og lentum næstum því út af veginum.“

Eins og áður segir nefnir ferðamaðurinn ekki nákvæma staðsetningu en miðað við lýsingarnar virðist þetta hafa átt sér stað í þó nokkurri hæð:

„Það er engin vegöxl þarna til að tala um og þó nokkurt fall. Það hefði áreiðanlega eyðilagt daginn okkar.“

Drepa fyrir Instagram

Ferðamaðurinn segir að hefði þeim ekki tekist að víkja sér undan bílnum sem stefndi beint á þau hefði orðið harður árekstur þar sem bílarnir hefðu samtals verið á yfir 160 kílómetra hraða á klukkustund.

Ljóst er þó miðað við lýsingarnar að allt byrjaði þetta með ferðamönnunum sem opnuðu dyrnar á bifreið sinni svo gáleysislega að þær stóðu opnar út á miðjan veg. Ferðamaðurinn sem skrifar frásögnina endar að lokum á því að ræða um það sem hann telur vera líklega ástæðu fyrir þessu athæfi:

„Áður en þú ekur út í vegkant spurðu sjálfan þig hvort Instagram-síðan þín sé þess virði að drepa einhvern fyrir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg