fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. ágúst 2024 20:00

Taskan týndist fyrir 16 dögum síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Benediktsson, sem búsettur er í Bandaríkjunum, og eiginkona hans Liz Pocock bera flugfélaginu Icelandair ekki góða söguna eftir að farangur þeirra týndist í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna. Harmar Björgvin samskiptaleysi flugfélagsins og segir það lítið hafa gert til þess að endurheimta farangurinn.

„Konan mín er komin 36 vikur á leið og þau eru að neyða mann til að keyra 2 klst til Phoenix bara til að athuga hvort það sé einhver möguleiki á að taskan sé þar,“ segir Björgvin við DV. „En það hefur ekki verið hægt að fá nein svör eða hreinlega sagt samband við einn eða neinn sem vinnur á flugvöllunum sjálfum.“

Ómetanlegur farangur

Björgvin og fjölskylda hans áttu flug með Icelandair á milli Keflavíkur og Denver þann 31. júlí síðastliðinn þegar töskurnar týndust. Eru nú liðnir 16 dagar og töskurnar ekki fundnar.

Mikil persónuleg verðmæti voru töskunum. Meðal annars sérhannaðir og handprjónaður fatnaður fyrir unga dóttur þeirra og ófæddan son.

„Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa,“ segir Björgvin. „Bara garnið í það kostaði 50 þúsund krónur.“

Rekjanleikinn farinn

Að sögn Björgvins hafa þau ítrekað hringt og spurt starfsmenn Icelandair út í töskurnar og hvernig leitin gangi. Var þeim þá sagt að flugfélagið hefði sent fyrirspurn á flugvöllinn í Denver en svör þaðan hefðu ekki borist. Sama hversu oft hafi verið spurt hafi ekki verið hægt að þrýsta neitt meira á þetta eða fá að tala við yfirmann um málið. Enginn starfsmaður hafi verið viljugur að taka upp tólið og beita sér til að finna farangurinn.

Fjölskyldan er búsett í borginni Tucson í Arizona fylki. Samkvæmt Björgvini fengu þau upplýsingar frá flugfélaginu United að farangurinn hefði verið sendur frá Denver til Phoenix. En ekki væri vitað hvar hann væri þar niðurkominn. Ekki væri lengur hægt að hafa upp á honum með rakningarmerkingum af því að of langur tími væri liðinn. Icelandair hefði hins vegar ekkert sagt þeim um þessa atburðarás.

Yppa öxlum

„Það er bara eins og það séu engir innri ferlar þarna hjá þeim til að sjá um svona og það hefur aldrei verið hægt að fá neinn til að axla ábyrgð og segjast ætla að sjá um þetta,“ segir Björgvin og að félagið hafi aldrei látið þau vita af neinu að fyrra bragði. „Við erum búin að vera að hringja í þau í meira en tvær vikur en fáum aldrei nein raunveruleg svör og þau hafa aldrei sent okkur eins og eitt email til baka til að láta okkur vita hvað er í gangi. Það er eins og þeim sé alveg sama um þetta, þjónustuverið yppti bara öxlum.“

DV sendi fyrirspurn á Icelandair vegna málsins en í svari segist flugfélagið harma atvikið.

„Okkur þykir mjög miður að farangurinn hafi ekki skilað sér í þessu tilviki. Við höfum haft samband við viðkomandi aðila og vinnum hörðum höndum að lausn málsins,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Í gær

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“