fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Þetta er Akkilesarhæll Rússa í stríðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 07:00

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa misst gríðarlegan fjölda hermanna og hergagna í stríðinu í Úkraínu. Á samfélagsmiðlum má sjá mikið af myndum og myndböndum af rússneskum skriðdrekum og liðsflutningabílum sem Úkraínumenn sprengja í loft upp með drónum og fallbyssuskotum.

NATÓ hefur getað fylgst með á hliðarlínunni hvernig rússneski herinn starfar og hafa sérfræðingar bandalagsins meðal annars séð hversu erfitt Rússar hafa átt með loftvarnir og hvernig vestrænir skriðdrekar og liðsflutningabílar standa sig í stríði.

Margir rússneskir skriðdrekar eru með skotfærageymslu á toppnum þar sem brynvörnin er þynnri. Þetta vita Úkraínumenn og hafa notfært sér til að eyðileggja þá.

Rússneski T-90 skriðdrekinn er þannig að ef skot hæfir hann, þá fer turninn að snúast og því getur áhöfnin ekki svarað skothríðinni. Þess utan eru gæði rússneskra liðsflutningabíla ekki mikið að sögn Robert Hamilton hjá bandarísku Foreign Policy Research stofnuninni.

Ekstra Bladet hefur eftir honum að vestrænir Leopard og Challenger skriðdrekar og Bradley ökutækin séu miklu betri en rússneskir skriðdrekar og liðsflutningabílar. Áhafnir þeirra séu miklu betur verndaðar vegna góðrar brynvarnar. Þá dragi vestrænu tækin lengra með byssum sínum. Það sé hægt að skjóta úr þeim þegar þau eru á ferð og það sé hægt að nota þau á nóttunni.

Annað stórt vandamál Rússa eru loftvarnir. Þeir eru mjög háðir S-400 loftvarnarkerfinu sem er færanlegt og er flutt á vörubílum. Það hefur sýnt sig að kerfið á mjög erfitt með að glíma við bandarísku ATACMS-flugskeytin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“