fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 18:48

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu apabólu í Afríku. Veldur möguleikinn á enn frekari útbreiðslu innan Afríku og um veröldina alla miklum áhyggjum að sögn Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanns stofnunarinnar. Þörf er á umtalsverðu fjármagni til þess að stemma stigu við útbreiðslunni. Fyrr í dag var greint frá því að fyrsta tilvikið utan Afríku hefði greinst í Svíþjóð.

Banvænna afbrigði en fyrir tveimur árum

Árið 2022 braust út faraldur apabólu sem náði þó blessunarlega ekki mikilli útbreiðslu en barst þó að litlu leyti til Evrópu. Náðist að stöðva útbreiðsluna með því að beita bóluefnum og betri upplýsingagjöf til almennings. Sá faraldur var þó ekki mjög hættulegur en um 1 af hverjum 500 sjúklingum lét lífið af sökum veikindanna.

Það afbrigði af sjúkdóminum sem nú geisar er þó mun banvænna en 1 af hverjum 20 sjúklingum deyr af völdum veirunnar. Þá er sjúkdómurinn sérstaklega hættulegur börnum en 1 af hverjum tíu er sagt deyja af völdum nýjasta afbrigðisins í Afríku. Að auki eru talsverðar líkur  á fósturláti ef sjúkdómurinn leggst á ófrískar konur. Undirliggjandi sjúkdómar sem og slakt heilbrigðiskerfi spila þó inn í þessar tölur og allar líkur á því að dánartíðnin verði ekki eins há hjá þjóðum með þróaðra heilbrigðis kerfi.  Eru því heilbrigðisyfirvöld víða um heim uggandi yfir þróuninni.

Litlar líkur á faraldri hérlendis

Apabóla er veirusýking sem smitast við snertingu en er þó ekki bráðsmitandi. Hún getur einnig smitast milli fólk með handklæðum, rúmfötum og öðru.

Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, var í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sagði hún að svo gæti farið að umrædd veira myndi berast hingað til lands og mögulega myndu einhverjir smitast hérlendis. Til að bregðast við því sagði Guðrún að bóluefni væri til staðar hérlendis sem gæti nýst viðkvæmum hópum. Sagðist hún að ekki þyrfti að bólusetja almenning og að litlar líkur væru á því að alvarlegur faraldur myndi brjótast út hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við