fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Fréttir

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammed Abu al-Qumsan eignaðist heilbrigða tvíbura um liðna helgi, drenginn Asser og stúlkuna Ayssel, með eiginkonu sinni á Gaza. Í gærmorgun yfirgaf hann heimilið til að sækja fæðingarvottorð fyrir börnin en þá dundu ólýsanlegar hörmungar yfir.

Sprengju var varpað á heimili fjölskyldunnar í Der al Balah með þeim afleiðingum að Asser og Ayssel létust bæði. Ekki nóg með það heldur lést móðir þeirra og amma einnig í árásinni.

BBC og Sky News greina meðal annars frá þessu og í frétt Sky News má sjá myndband af örvingluðum föðurnum eftir að hann fékk fréttirnar af dauða fjölskyldu sinnar.

Í frétt BBC kemur fram að 115 nýburar hafi fæðst og dáið á Gaza síðan að stríðið braust út í október í fyrra.

AP greinir frá því að fjölskyldan hafi farið eftir fyrirmælum Ísraelsmanna sem gefin voru út þegar stríðið braust út þess efnis að leita skjóls á miðhluta Gaza. Þar hafði fjölskyldan dvalið síðustu mánuði og talið sig vera í tiltölulega öruggu skjóli.

BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá Ísraelsher vegna árásarinnar í gær en bent er á það að yfirvöld í Ísrael tjái sig sjaldan um árásir eins og þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Lést í eldsvoða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk kona á fertugsaldri með 13 milljónir í farangrinum

Íslensk kona á fertugsaldri með 13 milljónir í farangrinum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Inga segir illa farið með konurnar sem sinntu einu mikilvægasta starfi sem til er

Inga segir illa farið með konurnar sem sinntu einu mikilvægasta starfi sem til er
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“
Fréttir
Í gær

Guðrúnu var brugðið þegar hún heimsótti Litla-Hraun 

Guðrúnu var brugðið þegar hún heimsótti Litla-Hraun 
Fréttir
Í gær

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul eldstöð rumskar: Páll segir stöðuna áhugaverða

Gömul eldstöð rumskar: Páll segir stöðuna áhugaverða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný taktík Úkraínumanna gæti verið „besti möguleikinn til að ljúka stríðinu“ segir hernaðarsérfræðingur

Ný taktík Úkraínumanna gæti verið „besti möguleikinn til að ljúka stríðinu“ segir hernaðarsérfræðingur