fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammed Abu al-Qumsan eignaðist heilbrigða tvíbura um liðna helgi, drenginn Asser og stúlkuna Ayssel, með eiginkonu sinni á Gaza. Í gærmorgun yfirgaf hann heimilið til að sækja fæðingarvottorð fyrir börnin en þá dundu ólýsanlegar hörmungar yfir.

Sprengju var varpað á heimili fjölskyldunnar í Der al Balah með þeim afleiðingum að Asser og Ayssel létust bæði. Ekki nóg með það heldur lést móðir þeirra og amma einnig í árásinni.

BBC og Sky News greina meðal annars frá þessu og í frétt Sky News má sjá myndband af örvingluðum föðurnum eftir að hann fékk fréttirnar af dauða fjölskyldu sinnar.

Í frétt BBC kemur fram að 115 nýburar hafi fæðst og dáið á Gaza síðan að stríðið braust út í október í fyrra.

AP greinir frá því að fjölskyldan hafi farið eftir fyrirmælum Ísraelsmanna sem gefin voru út þegar stríðið braust út þess efnis að leita skjóls á miðhluta Gaza. Þar hafði fjölskyldan dvalið síðustu mánuði og talið sig vera í tiltölulega öruggu skjóli.

BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá Ísraelsher vegna árásarinnar í gær en bent er á það að yfirvöld í Ísrael tjái sig sjaldan um árásir eins og þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“