fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Bæjarstjóra Hafnarfjarðar afhentur undirskriftalisti gegn niðurdælingu koltvísýrings í Straumsvík

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 20:30

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar var fyrr í dag afhentur undirskriftalisti vegna mótmæla íbúa gegn áformum fyrirtækisins Carbfix um stórtæka dælingu koltvísýrings í jörðu við Straumsvík en áformin hafa reynst afar umdeild. Með undirskriftalistanum er þess krafist að efnt verði til kosninga meðal íbúa Hafnarfjarðar um hvort leyfa eigi áformin falli bæjarstjórn ekki frá þeim.

Í fréttatilkynningu vegna afhendingarinnar segir að 6.090 manns hafi ritað nafn sitt á listann en ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar var Ragnar Þór Reynisson.

Enn fremur segir að skorað sé með undirskriftunum á bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar að falla frá áformum um verkefnið sem kallast Coda Terminal eða setja það í íbúakosningu. Í tilkynningunni segir einnig:

„Þetta risastóra verkefni á sér engar hliðstæður á Íslandi né í heiminum öllum og mikið um óvissuþætti sem tengjast verkefninu vegna áhrifa þess á umhverfi og íbúa bæjarins. Fyrirhugað er að dæla niður og binda í berg í mikilli nálægð við íbúðarbyggð við Vellina í Hafnarfirði, 3 milljónir tonna á ári af innfluttu koldíoxíð frá verksmiðjum í Evrópu. Íbúar hvetja bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að virða íbúalýðræðið og setja verkefnið í heild sinni í íbúakosningu.“

Undir fréttatilkynninguna rita áðurnefndur Ragnar og Arndís Kjartansdóttir, einnig íbúi í Hafnarfirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Í gær

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu