fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Auglýsing fyrir 10 fermetra herbergi í Grafarvogi vekur athygli 

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að auglýsing fyrir tíu fermetra herbergi í Grafarvogi sem birtist á Facebook-hópnum Leiga í gær hafi vakið athygli. Herbergið sem um ræðir er í Hamravík og er verðið fyrir herbergið 170 þúsund krónur á mánuði. Var það fyrirtækið Igloo sem birti auglýsinguna.

Tekið er skýrt fram að um sé að ræða skammtímaleigu í herbergi fyrir aðeins einn einstakling í íbúð sem deilt er með öðrum. Leigist herbergið til 31. desember næstkomandi.

Ekki kemur fram í auglýsingunni hversu mörg herbergi eru í íbúðinni eða hversu margir búa í henni, en þó er tekið fram að köttur búi þar.

Auglýsingin hefur sem fyrr segir vakið þó nokkrar umræður í hópnum og eru flestir á því að um sé að ræða heldur hátt verð. Hér má sjá dæmi um nokkrar athugasemdir undir auglýsingunni:

„Er þetta eitthvað grín eða hvað?“

„Dýrt er drottins orðið.

„Að fólk skuli leyfa sér þetta.“

„Þvílíkt okur“

Á öðrum þræði í hópnum eru sérstakar umræður um þessa tilteknu auglýsingu þar sem málshefjandi spyr hvort fólk sé virkilega að leigja 10 fermetra herbergi á 170 þúsund krónur.

„Nei, flutti úr landi,“ segir einn.

Einn í hópnum bendir á að ekki sé víst að þarna ráði græðgi för. Dæmi séu um að afborganir af fjögurra herbergja íbúð geti farið í 600 þúsund krónur á mánuði.

„Málið er bara að það var fullt af fólki sem tók óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og bankarnir eru að níðast á því fólki núna sem bregst við með því að reyna leigja herbergin út til að lenda síður í gjaldþroti! En þið virðist ekki fatta að ráðast á rót vandans og hjóla í alþingi sem er vandamálið,“ segir viðkomandi og taka margir undir með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!