fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

„Á allan hátt ömurleg ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 08:00

Frá Hafnarfirði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ákváðum held­ur að borga vexti leng­ur af lóðinni enda væri það betri ákvörðun en að fara af stað,“ seg­ir Pálm­ar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Á forsíðu blaðsins er greint frá því að Þingvangur hafi ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna gríðarlegs vaxtakostnaðar. Býðst fyrirtækinu nú allt að 14 prósenta vextir.

Pálmar segir að fyrirtækið sé með lóð í Hjallahrauni undir 380 íbúðir og er komið graftarleyfi fyrir fyrsta áfanga, 140 íbúðir. Fyrirtækið ákvað fyrir hálfu ári að setja verkefnið á ís en íbúðirnar hefðu komið á markað í byrjun árs 2026 ef upphaflegri áætlun hefði verið fylgt.

„Því er jafn­vel spáð að vext­ir muni ekki lækka fyrr en um þar næstu ára­mót. Það er versta hugs­an­lega út­kom­an fyr­ir Þingvang. Fyr­ir­tækið hef­ur að jafnaði byggt og af­hent um 200 íbúðir á ári en vegna þessa mun þeim fækka í ör­fá­ar íbúðir á næsta ári,“ segir Pálmar við Morgunblaðið og bætir við:

„Þannig að fyr­ir­tækið er fjarri því að full­nýta fram­leiðslu­getu sína. Fyr­ir vikið verður minna fram­boð af nýj­um íbúðum á markaði. Þetta er því á all­an hátt öm­ur­leg ákvörðun sem við stönd­um frammi fyr­ir. Við miss­um að óbreyttu mann­skap nema á móti komi verk­efni í verktöku.“

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“