fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Bandarískir neytendur sagðir við það að slátra verðbólgunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 16:30

Úr einu vöruhúsa Amazon netverslunarinnar sem hefur fundið fyrir því að neytendur vestanhafs sætta sig ekki svo glatt við verðhækkanir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Íslendingar vita hefur verðbólga geisað hér á landi undanfarin misseri. Ísland er þó langt í frá eina vestræna ríkið sem hefur verið að glíma við verðbólgu. Hagfræðingar í Bandaríkjunum segja að sú verðbólga sem herjað hefur þar í landi síðustu þrjú árin sé á barmi þess að fjara út og það sé ekki síst breyttri hegðun neytenda þar í landi að þakka, sem einfaldlega hafi neitað að sætta sig við allar þær verðhækkanir sem hafa dunið á þeim.

Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Sum af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna til að mynda Disney og Amazon segja að vipskiptavinir þeirra séu í sífelldum mæli farnir að leita í ódýrari vörur og leita eftir því að gera góð kaup. Þeir forðist dýrari vörur. Varfærnin hefur þó ekki enn orðið nægilega mikil til að koma af stað efnahagslegri niðursveiflu. Hagfræðingar segja að staðan sé orðin svipuð og hún var fyrir Covid-faraldurinn þegar flest fyirtæki hafi neyðst til að halda aftur af verðhækkunum til að glata ekki viðskiptum.

Formaður stjórnar Seðlabankans í Richmond segir að verðlag sé enn hátt þótt verðbólgan sé á niðurleið en hann telji að neytendur séu komnir á þann stað að þeir sætti sig ekki lengur við við háa verðlag.

Tregðan til að borga

Verðbólgumarkmið bandaríska seðlabankans er 2 prósent. Verðbólgan var um 9 prósent um mitt ár 2022 en er nú komin niður í rétt yfir 3 prósent. Þessi þróun er einna helst skýrð með aukinni verðvitund neytenda.

Tregða neytenda til að greiða hærri verð fyrir vöru og þjónustu hefur neytt fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum og jafnvel grípa til verðlækkana.

Flutningur aðfanga gengur einnig mun betur en þegar verðbólgan var sem mest sem hefur aukið vöruframboð og þannig slegið á verðbólguna. Það hafa vaxtahækkanir seðlabankans ennig gert með því að draga úr eftirspurn.

Þó óttast hagfræðingar að neytendur muni halda svo mikið aftur af sér að þeir komi af stað efnahagslegri niðursveiflu. Merki eru um minni eftirspurn eftir vinnuafli og fyrir um viku snarlækkaði gengi hlutabréfamarkaða vestra og víðar um heim en sú lækkun hefur að mestu leyti gengið til baka.

Varari um sig

Von er á nýjum verðbólgutölum í Bandaríkjunum og því hefur spáð að ársverðbólga haldi áfram að fara niður á við. Hún er nú 3,3 prósent en því er spáð að tölurnar á miðvikudaginn muni hljóða upp á 3,2 prósent verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi það eftir yrði það lægsta verðbólgumæling í Bandaríkjunum síðan í apríl 2021.

Einnig er búist við því að heildarvörusala aukist lítillega, um 0,3 prósent. Neytendur eru því enn tilbúnir að eyða peningum þótt þeir séu varari um sig og vandi sig betur við að kaupa á sem hagstæðustu verði.

Mörg fyrirtæki hafa tekið eftir þessu. Andrew Jessy forstjóri Amazon segir að meðaltal söluverðs hjá fyrirtækinu hafi lækkað þar sem neytendur einblíni á að kaupa ódýrari vörur.

David Gibbs forstjóri Yum Brands sem á KFC, Taco Bell og Pizza Hut segir að sala fyrirtækisins hafi minnkað um 1 prósent á síðasta ársfjórðungi. Hann segir að unnið sé að því að bjóða neytendum í auknum mæli upp á vörur á hagstæðu verði.

Sum annarra fyrirtækja hafa gengið hreint til verks og lækkað verð.

Neytendur vestanhafs eyða enn peningum en þeir vanda valið betur en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar