fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Sigurgeir syndir heiðurssund fyrir Eddu Björk og syni hennar – „Þetta er uppáhaldsstaður drengjanna“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 16:30

Sigurgeir kynntist Eddu í gegnum hundarækt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjósundskappinn Sigurgeir Svanbergsson hyggst synda heiðurssund á Vestfjörðum fyrir Eddu Björk Arnardóttur og syni hennar þrjá sem hún missti frá sér í forræðismáli. Vill hann að sundleiðin verði nefnd „Drengjasund.“

„Þetta er heiðurssund. Þetta er uppáhaldsstaður drengjanna hennar. Stórfjölskyldan á hús þarna rétt hjá og þeir hafa alltaf haft svo gaman að því að koma þangað og leika sér á ströndinni,“ segir Sigurgeir sem greindi nýverið frá fyrirætlunum sínum.

Hann og Edda Björk eru vinir og hann hefur staðið með henni í harðri forræðisdeilu sem fór að stórum hluta fram fyrir opnum tjöldum. Sigurgeir kynntist Eddu Björk og fjölskyldu hennar í gegnum hundarækt. „Við fjölskyldan keyptum af henni hund og við urðum miklir vinir út frá því,“ segir hann.

Í góðum gír fyrir sundið

Sundleiðin sem um ræðir er á milli Flateyrar í Önundarfirði og Holtsstrandar. Þetta er um fimm kílómetra leið sem Sigurgeir hyggst synda einhvern tíman á bilinu 12. til 14. ágúst næstkomandi.

„Þetta er alveg þokkalega langt þannig séð, en kannski ekki miðað við þær vegalegndir sem ég hef verið að fara,“ segir Sigurgeir.

Leiðin er til að mynda mun styttri en sú sem hann reyndi við um síðustu helgi, laugardaginn 27. júlí. En þá reyndi hann 17 kílómetra sund frá Akranesi til Reykjavíkur til þess að safna áheitum, í samstarfi við Barnaheill, fyrir börn á hinni stríðshrjáðu Gasaströnd.

Það gekk hins vegar ekki eftir því að veðrið setti strik í reikninginn og þurfti Sigurgeir að hætta á miðri leið. Vindurinn hafði snúist og öldugangurinn var það mikill beint á móti að ekki var hægt að klára sundið.

Sigurgeir segist því vera vel hvíldur til að synda „Drengjasundið“ fyrir vestan.

„Ég náði ekki að klára mig. Veðrið stoppaði mig þannig að ég var ferskur daginn eftir. Ég er í mjög góðum gír,“ segir hann.

Hörð forræðisdeila

Forræðisdeila Eddu Bjarkar var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum á síðasta ári. Eftir að hún flutti syni sína frá Noregi, þar sem barnsfaðir hennar býr, til Íslands í mars árið 2022 var hún dæmd í tuttugu mánaða fangelsi í Noregi.

Um tíma fór Edda huldu höfði og lögregla fékk ekki að vita hvar drengirnir væru niður komnir. Undir lok síðasta árs var haft uppi á drengjunum og þeir fluttir með lögregluvaldi til föður síns í Noregi og Edda handtekin og framseld. Hún kom aftur til landsins í janúar síðastliðnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“