fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Fréttir

Pútín er með miklar kröfur fyrir frið í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 07:00

Pútín gerir miklar kröfur ef friður á að komast á í Úkraínu. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pútín og samstarfsmenn hans telja sig nú hafa vindinn í seglin hvað varðar friðarviðræður um Úkraínu og vilja mikla eftirgjöf af hálfu Úkraínumanna ef binda á enda á stríðið.

Margir segjast vera með áætlun um hvernig sé hægt að binda enda á stríðið en rússneskir ráðamenn eru ekki hrifnir af því sem nefnt hefur verið.

Donald Trump og félagar hans segjast vera með áætlun um hvernig sé hægt að binda enda á stríðið á skömmum tíma. Þeir hafa ekki skýrt frá hvað felst í áætlun þeirra en líklegt má telja að þeir vilji bjóða Pútín landsvæði í Úkraínu og að Úkraína verði óháð, fái ekki aðild að NATÓ. En Trump og félagar láta sig engu skipta hvað Úkraínumönnum finnst um þetta.

Viktor Orbán, forseti Ungverjalands, hefur verið á ferð og flugi síðustu vikur með svipaða tillögu á lofti en ekki er vitað í smáatriðum hvað felst í henni.

Í nýlegu opnu bréfi hvöttu rúmlega 50 nóbelsverðlaunahafar til vopnahlés nú þegar og að friðarviðræður verði hafnar á milli Rússa og Úkraínumanna.

Þegar skoðað er hvað er rætt í Rússlandi, þá er rætt um frið byggðan á uppgjöf Úkraínumanna, það er að segja ef gera á rússneska ráðamenn ánægða. Það sem Rússar vilja helst af öllu er að Úkraína hætti að vera til sem sjálfstætt ríki.

„Ef maður á að ræða um frið í Úkraínu, sem íbúar Rússlands vilja, þá er það eina rétta að öll Úkraína verði undir stjórn rússneska hersins,“ sagði Sergei Tsekov, meðlimur utanríkismálanefndar rússneska þingsins.

Í samtali við gazeta.ru sagði hann að þetta snúist sérstaklega um úkraínskt landsvæði austan við ána Dnipro. Það landsvæði eigi allt að falla Rússum í skaut, þar á meðal Odesa, Mykolaiv og Kyiv. Það sé besta lausnin.

Frá 2014 hafa Rússar lagt fimmtung Úkraínu undir sig með vopnavaldi og ekkert bendir til að þeir hafi í hyggju að láta neitt af þessu landi af hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir árásarmennirnir fyrir rétt á morgun eftir harðort bréf lögmanns – Yana lýsir barsmíðunum

Tveir árásarmennirnir fyrir rétt á morgun eftir harðort bréf lögmanns – Yana lýsir barsmíðunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sem heimsótti Ísland nýlega segir þetta hafa breyst til hins verra frá síðustu heimsókn árið 2015

Ferðamaður sem heimsótti Ísland nýlega segir þetta hafa breyst til hins verra frá síðustu heimsókn árið 2015