fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Lágvöruverðsverslunin Prís verður opnuð á næstunni – „Markmiðið er einfaldlega að vera ódýrust á markaðnum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 18:20

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum á Smáratorgi, á pallinum fyrir ofan Arion banka,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, nýrrar lágvöruverslunar sem opnuð verður í þessum mánuði.

Megináhersla Prís verður að vera með lægsta verðið á markaðnum. Meðal eigenda verslunarinnar eru fyrrum stofnendur Bónus og Krónunnar en Gréta er fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar.

DV spurði Grétu hvort opnunardagur verslunarinnar lægi fyrir en svo er ekki. „Nei, ég vildi svo sannarlega að ég gæti gefið þér upp dagsetningu en svo er ekki. En við opnum í ágúst.“

Fram hefur komið að eingöngu verður hægt að fá afgreiðslu á sjálfsafgreiðslukössum í Prís, ekki verður tekið við reiðufé og afgreiðslutími verður eitthvað styttri en gengur og gerist. Afgreiðslutíminn verður þó ágætlega rúmur því Gréta staðfestir að opið verður í Prís frá 10 til 19 alla daga vikunnar.

„Við teljum að það sé nóg. Við einbeitum okkur að því að skoða hvar við getum náð niður kostnaði til að geta boðið betra verð, því markmiðið er einfaldlega að vera ódýrust á markaðnum. Við munum svo sannarlega gera eins og við getum í því en innkaupsverðið okkar er ekki sambærilegt við það sem samkeppnisaðilarnir fá, það liggur ljóst fyrir,“ segir Gréta, en samkeppnisaðilarnir hafa getað knúið fram lægra innkaupsverð í kraftir stærðar sinnar.

DV spurði Grétu hvort stefnt væri að því að opna fleiri verslanir. „Maður vill alltaf fleiri búðir. Fyrst þarf þessi búð að ganga upp. Það sem við erum að gera ráð fyrir er að neytendur og almenningur í landinu vilji samkeppni og komi þess vegna og versli við okkur. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu til þess að við getum opnað fleiri verslanir.“

Aðspurð hvort Prís munu bjóða upp á nýjungar segir Gréta svo vera en ekki sé tímabært að gefa þær upp. En það verði margt sem muni koma fólki skemmtilega á óvart, en þó sérstaklega verðið.

„Það verða alltaf einhverjar nýjungar en fólk verður bara að koma og kíkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Í gær

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum