fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bjóða upp á frystingu eftir dauðann með von um endurlífgun í framtíðinni

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 20:00

Hugmyndin hefur reglulega komið fram í kvikmyndum, t.d. myndinni Demolition Man þar sem Sylvester Stallone fór með aðalhlutverkið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska frumkvöðlafyrirtækið Tomorrow Bio býður upp á þá athyglisverðu þjónustu að djúpfrysta líkama fólks eftir andlátið og koma honum fyrir í geymslu. Tilgangurinn er sá að mögulega í framtíðinni komi fram ný tækni sem geri það að verkum að hægt verði að afþýða líkamanna og endurlífga viðskiptavini. Fyrir þá sem eru enn bjartsýnari og vilja spara sér aurinn þá er einnig boðið upp á að frysta aðeins heila fólks.

Daily Mail fjallaði fyrr í dag um þetta óvenjulega fyrirtæki en forsvarsmenn þess segja að starfsemin sé þegar hafin og yfir 650 einstaklingar hafi skráð sig á biðlista þess og borga fyrir það 50 evrur á mánuði. Ennfremur fullyrðir fyrirtækið að sex einstaklingar hafi þegar verið frystir með þessum hætti og þá hafi fimm gæludýr einnig verið fryst.

Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Berlín, Amsterdam og Zurich en langtímageymsla fyrirtækisins er í Sviss.

Skipta út vökvum líkamans

Eins og gefur að skilja er um rándýra þjónustu að ræða. Þeir sem vilja láta frysta líkama sinn þurfa að borga fyrir það 30 milljónir króna. Kjósi fólk að frysta aðeins heila sinn þá er verðmiðinn hins vegar rúmar 11 milljónir króna.

„Ég er viss um að á mínu æviskeiði þá munum við sjá að hægt sé að frysta líkama fólks og endurlífga það svo,” segir annar af stofnendum fyrirtækisins, Fernando Azevedo Pinheiro sem er fertugur að aldri.

Aðferðin sem beitt er að strax eftir andlátið er sjá starfsmenn Tomorrow Bio um að setja líkama hins látna í ísbað en veita á meðan hjartanudd til þess að hægja á niðurbroti líkamans. Markmiðið er að koma líkamanum sem fyrst í geymsluhitastigið sem er minus 198 gráður á Celsíus.

Ef hiti líkamans færi hins vegar svo langt niður myndi vatn í hinum ýmsu frumum líkamans frjósa, ískristallar myndast og valda óafturkræfum skaða. Til þess að koma í veg fyrir slíkt þá er vökvum líkamans, til að mynda blóði, skipt út fyrir einskonar frostlög. Líkama viðskiptavina er svo komið fyrir í sérstökum frystum þar sem fljótandi vetni mun halda þeim köldum um ókomna tíð, samkvæmt loforði fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks