fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Sigurbjörg kærir Ragnar Erling fyrir bílþjófnað – „Það er ekki eins og ég eigi peninga, ég lifi af örorkubótum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. júlí 2024 13:00

Ragnar Erling Hermannsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Hlöðversdóttir hefur kært baráttumanninn Ragnar Erling Hermannsson til lögreglu fyrir bílþjófnað. Sigurbjörg er vinur Ragnars og fjölskyldu hans en atvikið á upptök sín í því að Ragnar hjálpaði henni við flutninga í síðustu viku.

„Hann var að hjálpa mér að flytja á mánudaginn fyrir viku. Svo kemur hann hingað á miðvikudag til að tengja fyrir mig tölvu og prentara og þurfti að prenta svo mikið út sjálfur. Spurði svo hvort hann mætti fara í sund á bílnum mínum. Það var klukkan bara þrjú. Ég sagði að það væri allt í lagi, hann yrði bara að koma klukkan fimm. Hann var ekki kominn klukkan sex og þá byrjaði ég að hringja og hann bara búinn að blokka mig á Facebook og símanúmerið og allt saman.“

Sigubjörg hefur því ekki séð bílinn sinn í fimm daga og veit ekki hvar hann er niðurkominn. Um er að ræða ljósbláan Toyota Corolla, árgerð 2006.

Ragnar Erling er landsþekktur en hann komst fyrst í fréttir árið 2009 er hann var sakfelldur fyrir kókaínsmygl í Brasilíu og sat þar í fjögur ár í fangelsi. Á síðari árum hefur Ragnar Erling gerst málsvari fíknisjúkra og heimilislausra og hefur ekki síst talað máli þeirra í fjölmiðlum. Sjálfur hefur hann oft verið heimilslaus og segist Sigurbjörg þá stundum hafa skotið yfir hann skjólshúsi. „Þetta eru þakkirnar,“ segir hún.

Fyrr í sumar gagnrýndi Ragnar Erling harðlega hjólahvíslarann Bjartmar Leósson fyrir að bendla fíknisjúka við þjófnaðarfaraldra.

Sjá einnig: Ragnar hjólar í hjólahvíslarann – „Þú ert ekki einhver súperhetja í mínum augum“

„Þú ert ekki einhver súperhetja í mínum augum að vera að ná í einhver hjól á meðan þú ert að klína endalausu stigma og fordómum á hópinn í leiðinni,“ sagði Ragnar Erling þá.

Gagnrýnir lögreglu

„Ég hef verið stuðningsaðili hans í gegnum árin af því hann hefur verið að berjst fyrir góðum málefnum. Ég hef margoft tekið hann inn þegar hann hefur verið heimilislaus. Þetta eru launin,“ segir Sigurbjörg.

Hún hefur árangurslaust reynt að ná í Ragnar Erling eftir að hún fór að sakna bílsins undir lok dags á miðvikudag. DV reyndi líka ítrekað að ná í Ragnar Erling við vinnslu fréttarinnar, en án árangurs. Ef næst í hann verða viðbrögð hans birt síðar.

Sigurbjörg er ósátt við viðbrögð lögreglu í málinu. „Þeir auglýsa ekki einu sinni eftir bílnum á Facebook-síðunni þeirra eins og þeir gera vanalega og svörin sem ég fæ frá þeim eru bara mjög niðrandi. Það byrjar á því að þeir segja að þetta hafi bara verið samkomulag á milli okkar. Neinei, samkomulagið var tveir tímar. Þegar hann skilaði sér ekki vissi ég að eitthvað var í gangi.“

Sigurbjörg óttast að Ragnar Erling hafi tjónað bílinn eða eitthvað þaðan af verra. Hún vonast samt til að fá hann aftur í heilu lagi. „Þessi bíll er nú bara það eina sem ég á. Það er ekki eins og ég eigi peninga, ég lifi á örorkubótum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki