fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sagður ganga um þvottahúsið eins og sína persónulegu geymslu – Kettir leiki lausum hala og ekki sé þrifið og loftað út

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 19:30

Þetta snotra þvottahús tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit í máli sem maður nokkur sem er eigandi að eignarhluta í fjöleignarhúsi beindi til hennar. Kvartaði maðurinn yfir umgengni manns, sem er eigandi að öðrum eignarhluta í húsinu, í sameign einkum í hinu sameiginlega þvottahúsi. Sagði maðurinn sem kvartaði að hinn maðurinn notaði þvottahúsið sem sína eigin persónulegu geymslu, hann leyfði köttum sínum að leika lausum hala í sameigninni, sinnti ekki þrifum og loftaði heldur ekki út í þvottahúsinu. Er það álit nefndarinnar að manninum beri að gera úrbætur og bæta umgengni sína.

Maðurinn sem kvartaði gerði þær kröfur að viðurkennt væri að hinum manninum bæri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í hinu sameiginlega þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar. Jafnframt að viðurkennt væri að honum sé óheimilt að hleypa köttum sínum inn í þvottahúsið.

Kvartandinn sagði nágranna sinn ganga um sameign hússins, einkum þvottahúsið, eins og hún væri hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur væru skildar eftir á gólfinu sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir hann að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél kvartandans, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Þá gruni kvartandann að kettir hins mannsins fari í sameignina en hann sé með ofnæmi fyrir köttum. Sameignin hafi ekki verið þrifin síðan hinn maðurinn hafi flutt inn  í húsið og hann hafi ekki gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu sem geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir.

Ansar engum

Kvartandinn segist hafa reynt að ræða öll þessi mál við manninn en hann hafi brugðist ókvæða við og lokað fyrir samskipti.

Sömu meðferð fékk Kærunefnd húsamála sem segir í áliti sínu að maðurinn hafi ekki sinnt ítrekuðum beiðnum nefndarinnar um að hann myndi senda greinargerð.

Í áliti nefndarinnar segir að kvartandinn hafi lagt fram ljósmyndir sem renni stoðum undir að hinn maðurinn noti þvottahúsið sem geymslu undir persónulega muni eins og hlaupahjól og bíldekk. Slík notkun á sameign sé ekki heimil samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Það eigi einnig við um það umkvörtunarefni að maðurinn sinni ekki hreinlæti í þvottahúsinu. Nefndin fellst því á það að manninum beri að fjarlægja dekk og aðra muni úr þvottahúsinu og að honum beri að gæta að hreinlæti og útloftun.

Nefndin fellst einnig á þá kröfu kvartandans að nágranna hans sé ekki heimilt að hleypa köttum sínum í þvottahúsið. Óheimilt sé samkvæmt lögum um fjöleignarhús að kettir séu í sameign fyrir utan þau tilfelli þar sem verið er að færa þá til og frá séreign og skuli þeir þá vera í taumi. Ætla megi að ekki þurfi að hleypa köttunum inn í þvottahúsið til að komast að séreign mannsins og því sé það óheimilt.

Nefndin bendir að lokum á að húsfélög fjöleignarhúsa geti sett húsreglur um hagnýtingu og þrif á sameign. Í þeim ákvæðum laga sem nefndin vísar í kemur þó ekkert fram um hvort slíkar reglur nái til eigenda í fjöleignarhúsum sem sýni engan samstarfsvilja við að koma slíkum reglum á.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“