fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Huginn fær ekki að fara með meiðyrðamál gegn barnsmóður sinni til Hæstaréttar – Vildi alla dómarana frá

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. júlí 2024 14:30

Hæstiréttur taldi kröfu Hugins um að dómarar vikju sæti haldlausa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað áfrýjunarbeiðni barnabókahöfundarins Hugins Þórs Grétarssonar í meiðyrðamáli hans gegn finnskri barnsmóður sinni. Huginn vildi að allir dómarar Hæstaréttar vikju sæti þar sem hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði barnsmóðurina þann 27. september árið 2022 og var sá dómur staðfestur í Landsrétti þann 3. maí síðastliðinn. Huginn áfrýjaði til Hæstaréttar og sagðist ætla með málið alla leið til Mannréttindadómstólsins.

Fjórtán ummæli

Meiðyrðamálið kom upp í tengslum við harða forræðisdeilu sambýlisfólksins fyrrverandi. Krafðist Huginn ómerkingar 14 ummæla barnsmóður sinnar. Sum ummælin voru tekin af Facebook síðu hennar eða af Facebook grúbbum tengdum #metoo byltingunni árin 2017 og 2018. En önnur voru úr viðtali sem birt var í Heimildinni undir lok árs 2017.

Á meðal ummælanna má nefna:

„Eftir komuna til Íslands hafði hún upplifað viðvarandi ofríki og ógn um ofbeldi af hálfu mannsins, sem reyndi meðal annars að þröngva henni til að flytja inn á heimili sitt.“

„Fyrstu þrjár vikurnar var ég mjög hrædd því hann hringdi stöðugt í mig og sendi mér tölvupósta þar sem hann hótaði því að ef ég kæmi ekki með son okkar kæmu lögreglan og félagsmálayfirvöld og tækju hann af mér.“

„Ó já, rétt er það herra misnotari.“

Tók sjálfur virkan þátt í umræðunni

Barnsmóðir Hugins var sýknuð á báðum dómstigum þar sem dómarar töldu hana hafa verið að setja fram ummæli í góðri trú. Þetta væri hennar upplifun og reynsla. Einnig að ummælin væru innlegg inn í mikilvæga þjóðfélagsumræðu um stöðu foreldra og barna og þau ættu erindi við almenning.

Þá var litið til þess að Huginn sjálfur hefði tekið virkan þátt í umræðu um sín mál á opinberum vettvangi. Einkalífsvernd hans væri því skert.

„Í opinberri umfjöllun sinni þaðan í frá sakaði hann stefndu ítrekað um að vera barnsræningi og ofbeldismanneskja og fjallaði um einkamálefni hennar sem ekki höfðu áður verið til almennrar umfjöllunar, einkum andleg veikindi sem hann kvað hana stríða við og nefndi þar bæði geðlyfjanotkun og fæðingarþunglyndi,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.

Krafan haldlaus

Í ákvörðun Hæstaréttar um að synja málskotsbeiðni Hugins segir að hann hafi byggt sína beiðni á því að hafa ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum á öllum dómstigum. Þess vegna hafi hann gert kröfu um að allir dómarar Hæstaréttar víki sæti í málinu.

Sjá einnig:

Huginn tapaði meiðyrðamáli gegn finnskri barnsmóður sinni – „Þessi mál fara alla leið til Mannréttindadómstólsins“

Taldi hann að dómarar Landsréttar hefðu ekki verið hlutlausir við meðferð málsins, lögbrot hafi verið framið gegn sér við meðferð dómstóla og að málið varði mikilvæga hagsmuni sína, það er fjárhagslega hagsmuni og mannorð.

Hæstiréttur taldi hins vegar þá kröfu um að dómarar vikju sæti vera haldlausa og var henni því hafnað. Þá var áfrýjunarbeiðninni einnig hafnað. Telur rétturinn að hvorki verði séð að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála.

„Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðuninni frá 3. júlí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú